Stjórnarfundur 22. apríl 2022

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 19. apríl 2022 kl. 19:30

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Guðmundur og Helgi fh. Íbúasamtakanna, Agnes sem áheyrnarfulltrúi ÖVD og Birta frá Blábankanum

Dagskrá:

  1. Helstu mál á döfinni vegna fundar með bæjarstjóra og bæjarritara

Áréttað enn og aftur að brýnt er að ljúka stígnum í kringum Sandafell til að tengja hann verkefni styrktu af framkvæmdasjóði ferðamannastaða og ÖVD. Annars er ekki unnt að ljúka við kortavinnu sem er hluti af þessum verkefnum.

Áréttað að nauðsynlegt sé að endurskipuleggja snjómokstur ef endurnýja á samning við verktakana. Átak leggur til að gerð sé könnun/greining á þörfum, t.d. í samráði við íbúasamtökin en mikil óánægja hefur verið með mokstur undanfarin ár.

Rætt um vorverk og ánægju lýst með hugmyndir um nánari tengsl við sviðið sem ber ábyrgð á þeim hjá Ísafjarðarbæ. Ákveðið að grennslast fyrir um hvort hægt sé að funda með yfirmanni þessara mála hjá bænum til að tryggja að farið sé að tillögum og ábendingum íbúanna og þeim komið í réttan farveg og eftirfylgni tryggð. Átak hyggst taka saman tillögur fyrir 2022 líkt og gert var 2021.

Gras og lúpínusláttur - Nauðsynlegt að fara afur yfir sláttumál en ekki voru allir íbúar sáttir við framkvæmd í fyrra. Rætt að nauðsynlegt sé að bærinn skilgreini betur og fylgi eftir slætti í bænum. Einnig að farið séu betur eftir ábendingum íbúa.

Deiliskipulagning lóða – mikil ánægja með að deiliskipulag verið brátt tilbúið og áréttað að brýnt sé að ljúka því sem fyrst. Einnig rætt hvort e.t.v. gæti bærinn grafið fyrir einum, tveimur lóðum til að koma ferlinu af stað. Þær gæti þá e.t.v. verið dýrari. Ákveðið að ámálga á fundi með bæjastjóra og bæjarritara.

Heimastjórnarmál – samtökin lýsa ánægju með samráð og starf Ísafjarðarbæjar í þessu máli en jafnframt vonbrigðum með að ekki hafi náðst að landa því fyrir kosningar. Ákveðið að óska skýringa á þessu frá Ísafjarðarbæ.

  1. Aðalfundur

Átak frestaði aðalfundi vegna grasserandi kórónufaraldurs í bænum í byrjun árs en einnig vegna þess að til stóð að innleiða kerfisbreytingar á fyrirkomulagi hverfisráðanna. Undanfarið ár hefur verið unnið ötullega að stjórnkerfisbreytingum hjá Ísafjarðarbæ til að styrkja stöðu hverfisráðanna. Hverfisráðin, þ. á m. Átak, hafa þrýst á um þessar breytingar og tekið virkan þátt í starfinu en RR ráðgjöf gerði úttekt og ýmsar tillögur að breytingum. Bæjarstjóri og bæjarritari hafa nú útfært tillögurnar sem helst liggur á, s.s. varðandi greiðslur fyrir störf, fundaaðstöðu, starfsmann hverfisráða, skipun í hverfisráðin og skilgreiningu verkefna. Til stóð að hafa samráð við hverfisráðin á vormánuðum og taka ákvörðun um nýtt fyrirkomulag hverfisráða fyrir kosningar. Stjórn Átaks ákvað því að fresta aðalfundi og þar með kosningum til stjórnar þar til rétt eftir kosningar svo ekki væri nýbúið að kjósa stjórn sem síðan þyrfti e.t.v. að hætta strax þar sem hverfisráðin í núverandi mynd væru ekki lengur við lýði.

Nú hafa bæjarfulltrúar hins vegar ákveðið að fresta ákvörðunartöku og leggja málið fyrir nýja bæjarstjórn. Í því felst að það verður nú líklega ekki rætt fyrr en á haustdögum. Ekki þykir tækt að fresta aðalfundi fram á haustið svo ákveðið að finna hentugan dag eftir kosningar og íbúafund ÖVD í vikunni sem hefst 23. maí.

Einnig rætt að vera með kynningu á heimastjórnarfyrirkomulagi á fundinum fyrir íbúa og mögulega nýja stjórnarmenn.

  1. Erindi frá íbúum vegna vinnutækja á grasbletti fyrir neðan Brekkugötu 53

Fulltrúum í stjórn íbúasamtakanna barst erindi frá íbúum Fjarðargötu 46 og 51 og Brekkugötu 53 og 51 í nóvember. Íbúarnir eru ósáttir við að verktaki leggi vinnutækjum og verkfærum á grasbletti fyrir neðan Brekkugötu 53. Íbúar vilja losna við tækin, því þau séu til óprýði, skemmi blettinn, takmarki sýn vegna aðkeyrslu og þrengi að brunahana. Íbúarnir óskuðu eftir að fulltyngi Íbúasamtakanna við að koma erindinu á framfæri við umhverfisnefnd Ísafjarðar. Wouter hafði í kjölfarið samband við eiganda vélanna sem fjarlægði hluta þeirra og því var málið ekki tekið lengra. Nú eru tækin hins vegar aftur komin á blettinn og því verður erindinu komið á framfæri á fundi með bæjarstjóra og bæjarritara og það sent til Ísafjarðarbæjar eins og íbúarnir óskuðu upphaflega eftir.

  1. Sumargleði Arctic Fish

Arctic Fish hefur óskað eftir samstarfi við Átak við skipulagningu sumargleði fyrirtækisins á Þingeyri í byrjun júlí. Sjálfsagt mál og komið verður á fundi með Arctic til að ræða hugmyndir.

  1. Önnur mál

Brýnt að senda Ísafjarðarbæ mynd af slysstað þar sem alvarleg bílslys hafa orðið í vetur. Búið er að ítreka mikilvægi söndunar/moksturs á þessum stað við bæjaryfirvöld en til stendur enn að senda þeim mynd þar sem staðurinn er skýrt merktur.

Rætt um að kortleggja svæði þar sem litlar skíðalyftur hafa verið í firðinum vegna hugmynda um uppsetningar lyftu á ný.

Fundi slitið kl. 21:30

Fundarritari: Guðrún D. Guðmundsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?