Stjórnarfundur 21. september 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 21. september 2021 kl. 19:30

Þingeyri

Mætt: Guðrún, Wouter, Gudmundur, Lára Ósk og Helgi fh. íbúasamtakanna.

Dagskrá:

  1. Helstu mál á döfinni vegna fundar með bæjarstjóra og bæjarritara
    Hreyfitæki

    Ákveðið að fá hreyfitækin sem Ísafjarðarbær vill og óska eftir upplýsingum um fjölda og umfang og ræða síðan við Höfrung um heppilega staðsetningu. Höfrungur er jákvæður en frekari upplýsingar vantar til að ræða staðsetningu.
    Framkvæmdafé
    Ákveðið að nota næsta framkvæmdafé til að fá hönnuð til að gera skipulag fyrir miðbæ, tanksvæði og e.t.v skrúðgarð.
    Fráveitumál
    Bæta fráveitu frá Þingeyri m.a. mikið skólp virðist enda í smábátahöfninni þar sem nær enginn straumur er. Nauðsynlegt að skoða tímabundnar leiðir til að gera sjósundsaðstöðu við Tankinn, Wouter skoðar málið.
    Rætt um að bæta aðstöðu og tryggja jafnræði barna til íþróttaiðkunar og frístundastarfs.
    Væri hægt að skoða breytta dagskrá strætó – on demand? App?
    Brýnt að ljúka stígnum í kringum Sandafell sem fyrst til að tengja hann verkefni styrktu af framkvæmdsjóði ferðamannastaða og ÖVD.
    Nauðsynlegt að gera áætlun um viðhald eigna og fegrun bæjarkjarnans sem hægt er að skoða og fylgja eftir. Hugmyndum Pálmars um efnið verður komið á framfæri við Ísafjarðarbæ.
    Þar sem til stendur að bjóða út snjómokstur gæti verið tækifæri til að endurhugsa snjómoksturinn og greina þarfirnar, t.d. að byrja þar sem fólk mætir fyrst, t.d. í leikskóla eða elliheimili og tryggja að ekki sé verið að moka seint á kvöldin vegna hljóðmengunar.
    Gramsverslun
    Nauðsynlegt að skoða hvernig unnt er að bjarga húsinu. Hver er niðurstaða úttektar á húsinu? Nú hafa eigendur Hafnarstrætis 6 óskað eftir breytingu lóðar að nýju þar sem ekki er gert ráð fyrir flutningi hússins.
    Þjóðgarður
    Brýnt að beita sér fyrir þjóðgarði og nýta tækifærin sem í honum felast. Gestastofan ætti að vera á Þingeyri.
    Deiliskipulagning lóða
    Brýnt að deiliskipuleggja lóðir sbr. fyrirmæli bæjarráðs.
    Heimastjórn
    Bætt og formlegra samráð við íbúa! Einnig spurning hvort hægt væri að koma á ferlin þannig að öll mál sem varða Þingeyri yrðu send beint til Átaks?
    Meltutankur
    Enn er beðið svara við erindi en brýnt er að fá frekari upplýsingar um verkefnið, teikningar, störf, mengun o.sfrv.
    Hugmyndir um geymslusvæði við hlið frístundabyggðar fyrir eldisbúnað
    Hvað felst í þessum hugmyndum, hvernig yrði frágangur, hvaða áhrif hefði þetta á mögulega frístundabyggð, ásýnd svæðisins o.s.frv.
    Erindi send Ísafjarðarbæ:
    Engin svör borist frá Ísafjarðarbæ vegna erinda um skipulagsmál, meltutank, slátt og garðverk og virkjanaáform. Ekki ásættanlegt að svör berist ekki og ákveðið að formaður ræði þetta á fundi með bæjarritara og bæjarstjóra.
Fundi slitið kl. 21:30
Fundarritari: Guðrún Guðmundsdóttir
Er hægt að bæta efnið á síðunni?