Stjórnarfundur 18. ágúst 2021

Íbúasamtökin Átak

Fundargerð

Fundur 18. ágúst 2021 kl.20:00

Þingeyri

Mætt: Guðrún (teams), Wouter, Guðmundur, Lára Ósk og Helgi fh. íbúasamtakanna.

Agnes fh. ÖVD.

Dagskrá:

  1. Farið yfir mál rædd á síðasta fundi
  2. Erindi send Ísafjarðarbæ
    Engin svör borist frá Ísafjarðarbæ vegna erinda um skipulagsmál, meltutank, slátt og garðverk og virkjanaáform.
    Ekki ásættanlegt að svör berist ekki og ákveðið að formaður ræði þetta á fundi með bæjarritara og bæjarstjóra.
  3. Móttekin erindi
    Rætt erindi sem barst í maí 2020 og ítrekað var nú um gamla söluskálann og stöðuna á honum. Það er ekki hlutverk íbúasamtakanna að ganga í mál af þessu tagi en ákveðið að hvetja hlutaðeigandi aðila að leita lausna sín á milli. Söluskálinn er farinn að láta á sjá og nauðsynlegt er að binda þannig um hnútana að ekki stafi hætta af húsinu meðan komist er að niðurstöðu með örlög þess.
    Einnig voru í erindinu ýmsar tillögur varðandi miðbæ Þingeyrar sem ákveðið var að koma á framfæri við réttra aðila innan Ísafjarðarbæjar.
    Rætt var erindi sem barst um að fella aspir á milli félagsheimilis og pósthúss. Slíkt færi gegn samþykkt Ísafjarðarbæjar um verndun trjáa frá 2010. Íbúasamtökin eru fylgjandi þessari stefnu og leggjast gegn því að þessi tré verði felld.
    Rætt um staðsetningu á meltutank, íbúasamtökin sendu fyrirspurn á Ísafjarðarbæ varðandi málið en ekkert svar borist. Formaður mun taka málið upp á fundi með bæjarritara og bæjarstjóra.
  4. Óformlegt samstarf við íbúasamtökin á Flateyri og Suðureyri
    Ísafjarðarbær hefur nú tekið áfram hugmyndir um heimastjórn og fagna íbúasamtökin að hreyfing sé á verkefninu og hlakka til að taka þátt í þessu starfi og þeim bættu starfsháttum sem þessu fyrirkomulagi munu fylgja.
  5. Blábankinn
    Formaður ræddi um kynningu sem hún fékk um starf og stefnu Blábankans. Ráðningarferli nýs bankastjóra langt komið, tveimur fulltrúum samtakanna er boðið að mæta á fund og ræða við þann einstakling sem stendur til að ráða. Guðrún og Wouter buðu sig fram og var það samþykkt.
    Rætt um breytingar á stjórn Blábankans. Íbúasamtökin þurfa að velja fulltrúa í staðinn fyrir Agnesi þegar hún fer úr stjórn.
  6. ÖVD
    Íbúafundur sem var haldinn 7. júní var ákveðið að óska eftir framlengingu á verkefninu sem Ísafjarðarbær hefur nú gert. Umsóknin verður send til Byggðastofnunar 19. ágúst.
  7. Opið hús Átaks
    Tekin ákvörðun að salta verkefnið.
  8. Stígur á Sandafelli
    Rætt hefur verið við verktakann sem byrjaði á stígnum og áréttað að klára þurfi stíginn á þessu ári. Formaður og ÖVD fulltrúi hafa ítrekað þetta við Ísafjarðarbæ reglulega, einnig vegna tengdra verkefna í ÖVD og verkefna styrktum af framkvæmdasjóði ferðamannastaða og framtíðar hjólreiðastefnu Ísafjarðarbæjar. Stígurinn er annars vegnar aðdráttarafl fyrir ferðamenn en einnig mikilvægur fyrir lýðheilsu íbúanna. Helgi og Wouter buðu sig fram til að fara með verktakanum í að skoða hvar nákvæmlega stígurinn á að liggja.
  9. Önnur mál.
    Engin önnur mál.
Fundi slitið kl. 21:30
Fundarritari: Guðmundur Ólafsson
Er hægt að bæta efnið á síðunni?