Stjórnarfundur 17. febrúar 2021

Íbúasamtökin Átak
Fundargerð

Fundur 17. febrúar 2021 kl.19:30
Þingeyri

Mætt: Guðrún, Wouter og Hafsteinn fh. íbúasamtakanna.
Agnes fh. ÖVD og Valdís fh. Blábankans.
Arna Lára á Zoom sem tengiliður Ísafjarðarbæjar.

Dagskrá:

  1. Farið yfir mál rædd á síðasta fundi
  2. Yfirlit frá tengiliðum Ísafjarðarbæjar um helstu mál á döfinni
    - Tengiliður Ísafjarðarbæjar sendir frekari upplýsingar um nokkur mál og sendir svar frá bæjarritara á tölvupósti. Varðandi hreystitæki: Er möguleiki á að kaupa tæki frá Póllandi sem gætu staðið hvar sem er? Er fé til að klára bæði göngustígana og setja upp hreystitæki? Verður tekið fyrir á fundi við bæjarstjóra og bæjarritara 24. febrúar.
    - Tengiliður Ísafjarðarbæjar í Íbúasamtökunum mun óska eftir stöðu vinnu við aðalskipulag og upplýsingum um hvenær samráð við íbúa er fyrirhugað.
    - Íbúasamtökin munu safna saman upplýsingum um slátt og sumarblóm o.fl., m.a. á einum af opnum fundum Átaks, sbr. ósk þar um frá Ísafjarðarbæ..
    - Óskað verður frekari upplýsinga um fé til lengri opnunar Byggðasafnsins Vélsmiðjunnar  GJS, sem minnst er á í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.
  3. Íbúasamtökunum barst erindi varðandi Gramsverslun, græn svæði, umferðaþunga ofl.
    Samþykkt var að senda erindið til bæjarstjóra og bæjarritara.
  4. Erindi barst á opnu húsi Íbúasamtakanna varðandi tiltekt í bænum. Íbúar hvattir til að hjálpast að, til dæmis á Grænni viku þar sem kemur gámur fyrir garðúrgang og annað, göturnar hjálpast að, og grill að lokum. Íbúasamtökin munu funda um málið og kynna hugmyndir í Grænni viku fyrir Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar
  5. Önnur mál
    Upplýst var að ný stjórn þarf að taka afstöðu til stjórnarsetu í Blábankanum. Ákveðið var að taka erindið fyrir á næsta fundi. 
    Upplýst var að stjórn þarf að taka afstöðu til stjórnarsetu í Brothættum Byggðum. Ákveðið var að taka erindið fyrir á næsta fundi.
    Rætt um snjómokstur, hver ber ábyrgðina og metur stöðuna og þarfir. Einnig var rætt um villandi upplýsingar um færð og ástand vega á svæðinu á vegagerdin.is. Fram kom að bætt upplýsingagjöf er í vinnslu og leitað verði nánari upplýsinga fyrir næsta fund Íbúasamtakanna.

Fundi slitið kl. 20:45
Fundarritari: Valdís Eva Hjaltadóttir 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?