Stjórnarfundur 11. febrúar 2020
Mættir: Agnes, Erna, Hafsteinn, Lára, Magnús og Sigmundur. Fundur kl. 19:30
- Boðað til fundar vegna svara frá bæjarritara um framkvæmdafé sem búið var að samþykkja hafi verið hafnað. Ákveðið var að skrifa bæjarritara, Þórdísi bréf þess efnis að skora á hana að endurskoða nýjustu ákvörðun ásamt minnisbréfum/fundargerðum og samþykkt úr fundargerð bæjarins síðan 6. ágúst sl. þar sem kom skýrt fram að bæjarstjóra var falið að ganga í þau verkefni með okkur að nýta framkvæmdafé. Enginn hefur haft samband við okkur um verkferla og fleira er varðar þau verkefni sem íbúasamtökin voru búin að eyrnamerkja framkvæmdarfé síðustu tveggja ára í. Bréfið var skrifað og undirritað á fundinum sem allir fundarmenn undirrituðu. Lára bauð sig fram til að skila bréfinu daginn eftir til Þórdísar.
- Ræddum aftur um mikilvægi þess að nýta þurfi malbikunarstöð sem verður sett upp á Ketilseyri í Dýrafirði í byrjun maí n.k. Leggja samtökin mikla áherslu á ða tækfærið til malbikunar á lægra verði gangi okkur ekki úr greipum og að sú stöð verði nýtt til þess að klára þær malbikurnarframkvæmdir á Þingeyri og sveitarfélaginu öllu. Hér á Þingeyri er ósk okkar að fá malbik á: plön við félagsheimili, við grunnskólann, íþróttamiðstöð, malbika þarf götur við iðnaðargötur s.s. Sjávargata og Hafnarstræti, tengingar við víkingasvæði, Hrunastígur, Hlíðargata og fl. Mætti nefna. Einnig viljum við benda íbúum og fyrirtækjum á að nýta tækifærið og semja jafnvel beint við malbikunarstöðina til að einkaframkvæmda s.s. innkeyrslur og fl. Megum ekki missa þetta tækifæri á að nýta þessa stöð. Við skorum á bæjaryfirvöld að fjármagna til lengri tíma og athuga möguleika hjá hinu opinbera. Við erum í verkefni byggðarstofnunar Brotthættar byggðir og vísum við í framkvæmdar skýrslu þess verkefnis Vötn öll falla til Dýrafjarðar um mikilvægi viðhalds á vegum/götum.
- Göngustígar á Þingeyri og nágrenni. Umhverfisfulltrúi hefur óskað eftir hugmyndum að göngustígum í tölvupósti. Á fundinum var ákveðið að efna til hugmyndafundar um göngustíga þriðjudagskvöldið 18. febrúar kl. 17:30 í Blábankanum. Sigmundur sér um að bjóða Ralf Trilla á fundinn, Erna sér um auglýsingar og Agnes sér um að athuga hvort blábankinn sé laus þennan dag. Á fundinum ætlar Agnes sem verkefnastjóri „Öll vötn falla til Dýrafjarðar“ að segja frá verkefninu og hvetja íbúa til góðra verka verkefninu í vil.
- Önnur mál:
- Sláttur í skurðum fyrir ofan þorpið. Skurðar gegna því hlutverki að verja byggð í leysingum. Lúbína er orðin svo mikil að skurðir eru ekki að gegna því hlutverki sem þeir eiga að gera í miklum leysingum. Mjög mikilvægt að skoða þetta.
Fundi slitið Kl. 21 Fundarritari Erna
Er hægt að bæta efnið á síðunni?