Stjórnarfundur 10. janúar 2025
Fundargerð hverfisráðs Þingeyrar
10. janúar 2024
Mætt eru: Karl Bjarnson, Óðinn Hauksson, Marsibil Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir.
Tekið fyrir á þessum fundi:
Félagsheimilið okkar, ákveðið var að hafa samband við yfirmann tæknideildar Ísafjarðarbæjar og heyra hvenær fyrirhugað sé að fara í endurnýjun gólfsins í félagsheimilinu en Ísafjarðarbær setti inn í fjárhagsáætlun sína pening í endurnýjun gólfsins fyrir árið 2025.
Númeralaus bílhræ eru farin að safnast upp hér og þar um bæinn engum til sóma, hvetjum fólk til að koma bílunum í endurvinnslu eða gera heilbrigðiseftirliti viðvart.
Með hækkandi sól erum við í íbúasamtökunum farin að hugsa til vorsins og sumars en hraðahindranir sem settar voru upp s.l. sumar gerðu sannanlega sitt gagn en viljum við sjá varanlega hraðahindrun við Grunnskólann, og gæti hún verið steypt eins og sú sem er við Byggðarenda þar sem keyrt er út úr bænum.
Önnur mál sem voru rædd og oft hafa verið rædd en við viljum ítreka við Ísafjarðarbæ en þau eru:
Ef malbikunarstöð kemur á svæðið í sumar, myndum við vilja sjá hið minnsta, malbikað Hafnarstrætið sem grafið var upp s.l. haust, Hrunastíginn og Hlíðargötuna sem aldrei hefur verið kláruð sem íbúðarhúsa gata.
Við höfum marg beðið um fleiri ruslatunnur á ljósa staurana en það virðist eitthvað vera erfitt að fá þær endurnýjaðar og svo vantar ruslafötur á nokkra staði.
Ecoli baktería fannst í vatninu hér á Þingeyri í haust eins og árið áður, Hverfisráð fór fram á það við Ísafjarðabæ að við fengjum að vita hvar sýnin væru tekin og hvort þau væru alltaf tekin á sama stað og mælum við með því að næst verði sýni tekin inn í Ausudal þaðan sem vatnið kemur og t.d. á Leikskólanum Laufás og Tjörn dvalarheimili aldraðra en fullorðið fólk og börn eru einna viðkvæmust fyrir þessari bakteríu. Óskum eftir áframhaldandi vinnu frá Ísafjarðarbæ við að koma í veg fyrir að þetta komi upp ár eftir ár.
Grams verslun (gamla kaupfélagið), gamla sjoppan og nú Hótel Sandafell eru nánast rædd á hverjum fundi. Ekkert skeður enn með Grams verslun og hefur eigandinn Kjartan Ragnarsson ekki enn haft samband við íbúasamtökin en hann hafði lofað íbúasamtökunum fundi til að kynna áform sín varðandi þetta sögufræga hús. Sjoppan hinum megin við götuna heldur áfram að grotna niður eins og Grams verslun, upp kom hugmynd um að fá Björgunarsveitina og íbúa Þingeyrar til að sameinast í að rífa þessa ónýtu gömlu sjoppu sem er orðin mikil óprýði inn í miðju þorpinu. Hótel Sandafell virðist vera komið í hálfgerða gíslingu en þar skeður ekkert eftir sölu til nýrra eiganda og er það áhyggju efni finnst okkur ef ekki verður hægt á sumri komandi að fá þar gistingu og veitingar en veitingasala er hér af skornum skammti yfir sumarið og var engin veitingasala á Hótel Sandafelli s.l. sumar.
Einnig viljum við ítreka ósk okkar um bæjarstarfsmann, sem væri staðsettur hér á Þingeyri, en við höfum oft bent á mý mörg dæmi um vinnuhagræðingu og sparnað fyrir Ísafjarðarbæ. Ísafjarðarbæjar ætti að leyfa okkur að gera hlutina meira sjálf og vera atvinnuskapandi í öllum bæjarkjörnum Ísafjarðarbæjar, dreifa vinnunni og ekki vera að senda menn frá Ísafirði í verk sem við ættum að geta sinnt sjálf hér á staðnum.
Fleira ekki gert, fundi slitið.