Fundur 13. desember 2018
Fundur hjá Hverfisráði Dýrafjarðar 13. desember kl. 18:00
Mættir: Wouter von Hoyemissen , Signý Þöll Kristinsdóttir , Rakel Brynjólfsdóttir og Kristján Þór Kristjánsson frá bæjarstjórn. Agnes Arnardóttir, verkefnisstjóri „Öll vötn til Dýrafjarðar“ situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi. Erna Höskuldsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir boðuðu forföll. Pétur Albert Sigurðsson er erlendis og Anton Proppé í skóla í Rvík.
- Kristján kynnir sig og hlutverk sitt. Hann og Arna Lára eru tengiliðir bæjarstjórnar við hverfisráð Dýrafjarðar. Samkvæmt minnisblaði frá 27. nóv 2018 er hlutverk tengiliða að taka þátt í fundum hjá hverfisráði, til að öflugri upplýsingar berist milli þessara aðila. Hverfisráð geta boðað þá á alla fundi, en það er ekki skylda. Þó er lagt til að þeir séu boðaðir á aðalfundi og opna félagafundi.
- Hlutverk hverfisráðanna eru ekki beint að berjast fyrir atvinnumálum heldur frekar að fylgja eftir minni verkefnum sem eru öllum íbúum til hagsbóta.
- Nokkur umræða var um samskipti milli hverfisráðs og Ísafjarðarbæjar undanfarið, allir voru sammála því að alltaf megi gera betur, leitast við að fara réttar boðleiðir og vanda sig. Með tilkomu tengiliða er vonast til að þessi vinna gangi betur.
- Halda þarf aðalfund sem fyrst en úr því sem komið er, næst það ekki fyrir jól. Stefnt er að því að boða til hans á bilinu 10. – 14. janúar. Aðalfundarboð þarf að fara út 14 dögum fyrr. A.m.k. 3 óska eftir að ganga úr stjórn, Signý Þöll, Rakel og Pétur Albert.
- Það þarf að klára að ganga frá ráðstöfun 2 millj. fyrir árið 2018. Einnig eru 2 millj. til ráðstöfunar fyrir 2019 á fjárhagsáætlun svo það verður hlutverk nýrrar stjórnar að vinna úr því. Best að búið sé að ákveða verkefnin að vori svo hægt sé að vinna að þeim yfir sumarið.
- Spurt var um nýtt deiliskipulag hjá Ísafjarðarbæ sem Kristján gat svarað að verði gert á núverandi kjörtímabili. Það verður líklega boðið út . Útboðsgögn þurfa að vera þannig að viðkomandi aðili sem myndi vinna verkið verði á hverjum stað t.d. 2 vikur athugasemdir. gert og hann við rætt geti fólk að til a.m.k.
- Í framhaldi af því barst í tal að snjómokstur innanbæjar hefði verið boðinn út og í nýjustu fundargerð bæjarráðs eru tilgreindir þeir aðilar sem buðu í. Lægst var Kjarnasögun ehf. Fundargerð bæjarráðs á eftir að fara fyrir bæjarstjórn sem gengur frá tilboðum.
Fundi slitið 19:30
Fundarritari: Rakel Brynjólfsd.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?