Aðalfundur 2023
Íbúasamtökin Átak
Fundargerð Aðalfundar
Aðalfundur 16 mai 2023 kl 21
Félagsheimilinu Þingeyri
Mætt : Helgi Ragnarsson, Guðrún Steinþórsdóttir, Hanna Gerður, Guðmundur Jónsson.
Fundarstjóri var kosinn Agnes Arnardóttir og ritari Guðrún Steinþórsdóttir.
Borið var undir fundinn að halda þennan fund þó svo fyrirvari fundarboðunar hefði ekki verið tilskilinn, og var það samþykkt.
Dagskrá :
- Skýrsla stjórnar.
Helgi Ragnarsson las upp skýrslu stjórnar en hana má finna í heild sinni á vef Ísafjarðarbæjar.
- Kosningar
Helgi Ragnarsson gaf ekki kost á sér áfram sem formaður vegna anna, Hanna Gerður og Elísa Björk Jónsdóttir gáfu heldur ekki kost á sér áfram en áður var Valdís Kristjánsdóttir dottin út.
Guðrún Steinþórsdóttir var kosinn formaður, og inn komu ný í stjórn íbúasamtakanna:
Jovina M. Sveinbjörnsdóttir
Óðinn Hauksson
Og til vara:
Marsibil G. Kristjánsdóttir og
Guðmundur Ólafsson
- Önnur mál
Ýmsar umræður og ábendingar komu frá bæjarbúum í lok fundarins, meðal annars :
Íbúum finnst bráðvanta salernisaðstöðu fyrir túrista sem heimsækja Þingeyri, útivistarsvæði fyrir börnin, láta opna veginn aftur fyrir neðan tankann.
Það kom einnig fram að til stendur að Kastalasvæðið fyrir neðan grunnskólann fái upplyftingu í lok mai, en þá ætlar grunnskólinn að fara í úrbætur á svæðinu en svæði hefur verið heldur óhrjálegt á að líta eftir veturinn.
Grams verslun kom einnig til umræðu og vonast bæjarbúar eftir því að þar fari að fara í gang endurreisn þessa reisulega húss með tilkomu nýrra eigenda en nýr eigandi er Fasteignafélag Þingeyrar. Kristján Gunnarsson er með marga muni til afnota ef úr yrði að þarna yrði hugsanlega sett upp safn í framtíðinni í hluta hússins. Umræður urðu líka um hugsanlega staðsetningu hússins, það sé of þröngt um húsið þar sem það sé og að gaman væri að fá húsið í skemmtilega og fallega húsaröð.
Bent var á að þetta væri komið úr höndum íbúasamtakanna en mætti eflaust viðra við nýja eigendur, Kjartan Ingvarsson fyrir hönd Fasteignafélags Þingeyrar.
Helgi hvatti íbúa til að vera áfram dugleg að koma með erindi inn á borð íbúasamtakanna.
Agnes Arnardóttir þakkaði fyrir gott samstarf og samveru.
Nýr formaður sleit fundi kl 22:30