Fundur 4. nóvember 2019

Stjórnarfundur Hverfisráðs (Íbúasamtakana) í Hnífsdal
haldin í barnaskólanum í Hnífsdal 4. nóvember 2019

Mættir eru Jóhann Birkir Helgason, formaður, Davíð Kjartansson, Ívar Mar Valsson og Sigríður Elsa Álfhildardóttir

Dagskrá:

  1. Skipan stjórnar.
    Stjórnin skipti með sér verkum.
    • Ívar Mar Valsson verð ritari.
    • Sigríður Elsa Álfhildardóttir verður gjaldkeri.
  2. Göngustígur í Hnífsdal
    Lögð fram teikning af göngustíg frá Bakkahól, yfir Hnífsdalsá sem tengist Árvöllum. Ísafjarðarbær hefur veitt framkvæmdaleyfi fyrir stígunum. Kostnaður við verkið greiðist af fjármagni sem íbúasamtökin fengu fyrir árin 2018 og 2019, samtals 4 millj. Verktaki er þegar byrjaður á verkinu. Einnig lögð fram hugmynd af göngustíg sem liggur frá vegi fram í dal, frá grindarhliði niður að Hnífsdalsá.
    Formanni falið að senda tillögu að göngustíg inn til Ísafjarðarbær til kynningar.
  3. Umgengni í gamla barnaskólanum
    Lagður fram tölvupóstur dags. 1. nóvember sl. er varðar umgengni í gamla barnaskólanum.
    Formaður tilkynnti að búið væri að ræða við aðila sem hefur verið með húsið til afnota og tiltekt hafi farið fram 3. nóvember.
    Formanni falið að senda inn bréf til Ísafjarðarbæjar og óska eftir að húseigandi sinni viðhaldi á húsinu. Í því sambandi er sérstaklega bent á að æskilegt væri að endurnýja gólfefni í íþróttasal inn af kapellunni.
  4. Bakkaskjól
    Stjórn íbúasamtakanna stofnaði starfshóp til að skoða hvað hægt væri að gera við leikskólann Bakkaskjól. Á aðalfundi samtakanna var ekki samstaða um málefnið og er því málið komið inn á stjórnarfund að nýju til skoðunar.
    Formanni falið að senda inn bréf til Ísafjarðarbæjar og óska eftir upplýsingum um hvað bærinn ætlar sér með húsnæði Bakkaskjóls. Húsið hefur ekki fengið neitt viðhald undanfarin ár og er bæjarfélaginu til háborinnar skammar.
  5. Umsjón með gamla barnaskólanum
    Rætt um umsjón með gamla barnaskólanum og best væri að semja við karlakórinn Erni um umsjón með húsinu.
    Formanni falið að ganga til samninga við karlakórinn Erni um umsjón með skólanum.
  6. Reikningar Íbúasamtakanna
    Formaður kynnti stöðu mála með reikninga íbúasamtakanna.
  7. Félagsheimilið í Hnífsdal
    Rætt um ástand félagsheimilisins, fram kom að íbúasamtökin hafi óskað eftir úttekt á félagsheimilinu í Hnífsdal á sínum tíma, sú úttekt liggur fyrir en lítið sem ekkert viðhald hefur átt sér stað eins og lagt var upp með.
    Stjórnin leggur til að rætt verði við Tinda um möguleika á því að þeir taki að sér endurbætur á húsinu gegn greiðslu frá Ísafjarðarbæ.
    Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:50
Er hægt að bæta efnið á síðunni?