Fundur 4. febrúar 2019

Stjórnarfundur haldinn í barnaskólanum í Hnífsdal 4. Febrúar 2019

Agnes frá vestfjarðastofu kom í heimsókn

agnes@vesfirðir.is

Bakkaskjól

  • Við teljum að sjálfskipuð nefnd um Bakkaskjól sé ekki á okkar vegum, nefndin hefur ekki haft neitt samráð við okkur.
  • En þó er húsið í mikilli niður níðslu og erum við sammála um það að það verði að gera eitthvað fyrir húsnæðið, frekari umræða um samkomu stað hnífsdælinga væri svo hægt að skoða þegar húsnæði er komið í betra horf og samkomulag um rekstur og notkun hússins meðal hnífsdælinga náist.

Ærslabelgur

  • Staðsetningin rædd, við erum ekki sammála þessari staðsetningu á lóð við Bakkaveg 19 (Bakkaskjól).
  • Við erum ekki sammála um þá framkvæmd í kringum ærslabelginn sem fór fram í haust, þegar staðsetningu var breytt án samráðs við okkur.

Framkvæmdarfé, hugmyndir stjórnar

  • Gosbrunn í kapellugarð (svipað og í blómagarðinum)
  • Örnefnakort yfir Hnífsdal
  • Ef ærslabelgur yrði staðsettur við aparólu þá væri hægt að nýta fé í að gera svæði þar í kring skemmtilegt, með útigrilli, bekkjum og þess háttar.

Göngustígur

  • Það stóð til að leggja göngustíg í hnífsdal og mynda hringtenginu, okkur langar að fá svör um það hvernig það stendur.

Hraðahindranir

  • Við viljum hraðahindranir á Bakkaveginn
  • Við sem búum hér í hnífsdal og erum vör við umferðina erum sammála um að Staðsetning hraðahindrunar sem á að vera staðsett á ísafjarðarvegi er að okkar mati sísti staðurinn sem þörf er á henni, við strætóskýli eða á bakkaveginum er að okkar mati mikið meiri þörf.

Sparkvöllur

  • Skipta út dekkjakurli eins og hefur verið gert á öðrum völlum í umsjá bæjarins.

Aðalfundur, dagsetning 11.maí kl. 14:00

Dagný Finnbjörnsdóttir

Sigrún Hinriksdóttir

Jósef Hermann Vernharðsson

Er hægt að bæta efnið á síðunni?