Aðalfundur 27. ágúst 2018
Aðalfundur Hverfisráðs (Íbúasamtakana) í Hnífsdal
Haldin í Barnaskólanum í Hnífsdal 27. ágúst 2018
Skýrsla stjórnar
- Hverfisráð hefur verið lítið virkt síðasta árið, en áramótabrenna er á vegum hverfisráðs og sá stjórnin um hana.
- Lítil virkni hefur verið síðasta árið og þarf að breyta til og reyna að efla stjórnina frekar og fá fleira fólk til að taka þátt.
- Ærslabelgur týndist en hefur skilað sér og mun vonandi fljótlega vera settur niður.
- Umræða um staðsetningu bar upp og voru fundargestir ennþá á sama máli um staðsetninguna frá síðasta aðalfundi, en allir voru sammála um að bakgarður barnaskólans væri besta staðsetningin.
Reikningar félags
- Engin breyting. Standa eins.
Kosning stjórnar
- Engin breyting er á stjórn.
Framkvæmdafé
- Ef hægt er myndum við vilja geyma framkvæmdarfé til næsta árs og að það yrði þá tvöfalt næsta ár. En hugsunin er að geta nýtt meiri pening í lóð Bakkaskjóls, samhliða framkvæmdum á húsnæðinu sjálfu. En það verkefni er í farvegi og verður skipuð stjórn sem mun koma að því verkefni.
- Hugmynd um að framkvæmdafé verði notað til viðhalds á leiktækjum á Bakkaskjóli.
Gæluverkefni
- Gabríela Aðalbjörnsdóttir sagði okkur frá gæluverkefni Birkis eigin manns hennar, en hann er að vinna að skemmtilegu verkefni sem mun setja svip á dalinn okkar.
- Verkefnið sem hann vinnu er að örnefnakort af ýmsum stöðum í Hnífsdal
- Mögulega verður sótt um styrki fyrir þessu verkefni, en verkefnið er ennþá á byrjunarstigi.
Önnur mál
- Bakkaskjól, málning.
- Göngustígar lítillega ræddir, hringtenging yfir mjósund er á aðalskipulagi eftir því sem fulltrúar bæjarins best vita.
- Rusl á Stekkjum, sagan endalausa sem verður að fara að taka enda.
- Bjössi og Tóti ruslakallar.
- Leiðir til að “aðstoða” Bjössa við að koma sínu drasli burt ?
- Gera ályktun til bæjarins varðandi Bjössa og ruslamál á Stekkjum.
- Sif – uppástunga - bæjarfulltrúi sem tengilið fyrir íbúasamtökin sem fólk gæti leitað til og gæti komið málum áfram. Íbúar taka vel í þá hugmynd og vilja sjá það gerast.
- Mála gangbrautir um Hnífsdal.
- Hraðakstur, hraðahindranir vantar á Bakkaveginn og fleiri staði, hraðahindrun sem á að setja upp er að mati fundargesta óþörf og eru margir aðrir staðir sem væru skynsamlegri að mati fundargesta.
- Götumerkingar vantar.
- Kurl á fótboltavöll – átti að vera í sumar. Massi segist ætla að reyna að þrýsta á að þetta verði gert sem fyrst.
Kristján Pálsson fékk orðið og ræddi um framtíð Bakkaskjóls.
- Bakkaskjól – nefnd sem mun sjá um að koma framkvæmdum af stað.
- Gluggar, steypa, málning, þak í lagi segir KP.
- Bærinn afhendir Hnífsdælingum húsið til umsjónar og viðhalds í x mörg ár í senn.
- Samkomulag um fasteignagjöld og húshitunarkostnað.
- Samþykkt af fundinum að KP sjáum um þetta og gangi í málið.
Áramótabrenna
- Brennustjóri
- Koma efni á staðinn
- Raða upp brennu
- Fá olíu
- Fá einhvern til að kveikja í brennu
Formaður ræddi um hversu mikilvægt væri að allir tækju þátt saman í að halda áramótabrennu okkar hnífsdælinga, en ekki er hægt að þetta lendi á einni manneskju ár eftir ár og stjórn hverfisráðs taki lítinn sem engan þátt í því að framkvæma það sem þarf í kringum brennu, formaður vill sjá breytingar á þessu fyrirkomu lagi. Og voru hugmyndir um að:
- Stofna brennunefnd.
- Hugmynd um að skipta eftir götum og hafa einn í forsvari sem fær aðra með sér.
- Ekki gleyma frágangi, hver er ábyrgur ? Siggi Óskars, fær greitt fyrir að koma með efnið. Ath hvort hann eigi ekki að taka til líka, eins og hann gerir inni í holtahverfi eftir brennu á Hauganesi.
Sif – ath með framkvæmdafé og nýtingu á því, hvort það sé hægt að geyma það.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?