Aðalfundur 2017
Það sem fram kom á aðalfundi hverfisráðs
1. Skýrsla stjórnar, farið var yfir helstu viðburði sem hafa farið í gegnum hverfisráð sl. Ár.
2.Reikningar félagsins, nánast óhreyfðir frá síðasta ári, en hverfisráð bauð upp á pulsur og með því í lok tiltektarviku ísafjarðarbæjar í vor.
3.Kosning til stjórnar.
Fannar Þór var kosin í stað Dóra Ásgeirs sem gekk úr stjórn.
4.Framkvæmdarfé
á fundinum voru þeir sem mættur voru samþykkir því að framkvæmdarfé ársins 2017 færi í kaup á ærslabelg sem staðsettur yrði í kringum barnaskólann.
5.Önnur mál.
-Hádegissteininn verður skoðað hvað eigi að gera margir á fundinum vilja láta fjarlæga steininn, eða láta tryggja svo ekki stafi hætta af honum.
-Bekkir sem keyptir voru fyrir framkvæmdarfé síðasta árs hafa ekki ennþá fengið staðsetningu í Hnífsdal og eru því ennþá ókomnir. En óvíst er hvar bekkirnir eru að svo stöddu, og mun annar bekkurinn standa við barnaskólann en ekki var ákveðið hvar hinn bekkurinn verður settur. Samþykkt var að stjórnin finni hinum bekknum stað.
-Hraðahindranir, það koma fram hjá bæjarstjóra að það væri engin plön um hraðahindranir,stjórnin þarf að ítreka að það verði gert, því hér um götur á fólk til að keyra of hratt, en það skapar mikla hættu í langri götu eins og Bakkavegurinn er, og er nauðsynlegt að huga að vörnum áður en slys verða. Á síðustu árum hefur börnum í dalnum fjölgað og er nauðsynlegt að gera ráðstafanir áður en slys verða.
-Önnur mál frá fólkinu á fundinum.
Að það verðir gerðir göngustígur yfir mjóusund og upp að Hrauni og gera þannig hring til að ganga.
P.s. athuga.
Að það þurfir að laga göngustíg yfir á árvelli, brekka þar væri varasöm.
Að það þurfi að mála salinn í kapellunni.
Útríma illgresi, kom fram að það væri gott að hafa samband við áhaldahúsið og fá aðstoð til að eitra fyrir illgresi.
Hugmynd að hafa illgresis eyðingar dag í byrjun júní.
Ábendingar um það sem betur má fara.
Drasl í trésmiðjunni í hnífsdal.
Úrbætur við stekkjagötu,rusl,bílhræ,olía og gatan verði löguð.
Að girða af starfsemi við trésmiðjuna í hnífsdal.
Malbika stekkjagötu.
Að fólk sé ekki með gáma við íbúahús.
Byggingarkrani við trésmiðju verði fjarlægður.
Mikil óánægja með bílhræ og drasl við stekkjargötu.