Stjórnarfundur 9. október 2024
Fundur Hverfisráðs Súgandafjarðar 9. október 2024
Mættir eru: Ólöf Birna Jensen og Lilja Einarsdóttir
Mál á dagskrá:
- Hverfisráð Súgandafjarðar er mjög ósátt við að ekki hafi verið settar þrengingar á Vistgötu líkt og lofað var. Í allt sumar hefur verið óásættanlegur hraðakstur á götunni, bæði af einkabílum og stærri fyrirtækjabílum. Það er okkur óskiljanlegt hvers vegna ekki var staðið við þetta loforð og við ítrekum að þarna verði settar þrengingar áður en slys verður.
Einnig á eftir að setja upp skilti með 15 km. hámarkshraða við götuna likt og lofað var. - Farið var yfir síðustu fundargerðir og viljum við ítreka það sem ekki var gert.
- Rusl við blokk í eigu Ísafjarðarbæjar- Tunnurnar hanga utan á gömlum ruslageymslum ensem veldur því, að þegar hvasst er, fýkur rusl úr þeim um allt þorpið. Setja þarf upp aðrar og betri ruslageymslur, líkt og er við Túngötu raðhúsin.
- Tröppur frá Aðalgötu upp á Hjallaveg, viðurinn i þeim er morkinn og handriðið brotið. Þetta þarf að laga svo þær séu ekki hættulegar.
- Tjörnin- grjóthleðsluna þarf að laga svo prýði verði aftur af.
- Viðhald á leiktækjum á grunnskólalóð.
- Viðhald á leiktækjum á Sumarróló.
- Fjölga þarf ruslatunnum á staura í þorpinu.
- Enn hefur ekki verið skipt um efni á sparkvelli við íþróttavöll.
- Ítrekum að Ísafjarðarbær ýti við hitaveitunni um að fylla upp í holu sem er við Aðalgötuna og getur reynst hættuleg börnum að leik.
- Sagt var frá vinnustofu sem Ólöf Birna, formaður fór á, sem haldin var 12. september af Valdimari Halldórssyni sem kallaðist Félags- og samstöðuhagkerfi. 13. september var svo ráðstefna um sama efni sem formaður fór einnig á.
- Hverfisráðið stendur fyrir undirskriftarlista um breikkun Vestfjarðargangna í kjölfar rútubrunans í sumar Listinn er enn opinn til undirskriftar.
- Áætlað er að aðalfundur Hverfisráðsins verði haldinn þ. 7. nóvember n.k. kl. 20:00
Er hægt að bæta efnið á síðunni?