Stjórnarfundur 5. febrúar 2024
5. febrúar 2024
- Undanfarin sumur hefur mikið borið á því að rútur sem staðsettar hafa verið við innkomu í bæinn, séu settar í gang eldsnemma á morgnanna og hafðar lengi í gangi með tilheyrandi ónæði og mengun fyrir þá sem búa í næsta nágrenni. Þar sem ólöglegt er að skilja bíla eftir í gangi í lengri tíma, fer Hverfisráðið fram á að gerð verði bragarbót á þessu ellegar að lögregla verði kölluð til.
- Ruslamál við blokk Ísafjarðarbæjar
Þau eru vægast sagt í miklum ólestri. Ruslageymslur sem eru við blokkina eru barn síns tíma og því hanga auka tunnur utan á þeim. Þetta veldur því að sjálfsögðu, að þær brotna auðveldlega og rusl fýkur upp úr þeim í vondum veðrum með tilheyrandi sóðaskap. Ólöf Birna er búin að nefna þetta á fundi með bæjarstjóra og mun þetta verða skoðað. Mælumst við til þess að þetta verði lagað á komandi sumri og settar sambærilegar ruslageymslur og eru við Túngötu- raðhúsin. - Hraðaskilti við innkomu í þorpið við Sætún (v/Lón).
Þar vantar skilti með 30 km hámarkshraða. - Sparkvöllur á útivistarsvæði við Lón.
Hverfisráðið benti á hvort mögulega væri kurlið á vellinum þetta ólöglega efni sem víða er búið að skipta út. Arna Lára vildi meina að svo væri ekki en engu að síður verður allt svart sem fer þangað inn. Því þyrfti að skipta út undirlagi. - Hverfisráðið fer fram á að settar verði þrengingar/hraðahindranir á nýja vistgötu. Þrátt fyrir að hún sé Vistgata er mikill hraði á henni og liggur hún meðfram leik-og grunnskóla. Því þarf að setja hraðahindranir/þrengingar strax og það fer að vora.
- Báturinn á Sumarróló
Skv. samtali Ólafar Birnu við bæjarstjóra fékkst ekki undanþága fyrir bátinn á Sumarróló. Því hefur Hverfisráðið verið fengið til þess að finna nýtt leiktæki í staðinn. Bæjarstjóri ætlar að hafa samband við Lilju Rafney Magnúsdóttur, sem er í forsvari áhugafólks um bátinn og varðveislu hans og láta hana vita. - Fundur formanns með bæjarstjóra fór fram á tilsettum tíma.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?