Stjórnarfundur 26. apríl 2023
Hverfisráðsfundur 26. Apríl 2023
Mættir eru Gunnar Ingi Hrafnsson, Ólöf Birna, Elísabet Margrét Jónasdóttir og Sædís Ólöf Þórsdóttir
Dagskrá
1. Sláttur sumarið 2023 á Suðureyri og fegrun bæjarins. Tillögur að forgangi í slætti á Suðureyri.
Fyrir aftan kaffihúsið er göngustígur, viðartröppur frá Aðalagötu og upp á Hjallaveg. Þar mætti setja í forgang að slá í kringum stigann. Einnig hafa tröppurnar komið illa undan vetri og þarfnast viðhalds. Sjöstjarnan er grasblettur á Aðalgötu, beint á móti Sumarróló. Þetta svæði var mikið notað sem nokkurnskonar torg eða samkomustaður fyrir ýmsa viðburði á Suðureyri. Við leggjum til að þessi blettur sé í forgangi í slætti. Undanfarin ár hafa blóm verið sett þar niður í ker fyrir framan og litið mjög snyrtilega út.
“Hringtorg” fyrir framan Túngötuna. Mætti snyrta til muna. Hugmynd hefur komið upp um að sá fyrir blómum, en að amk leggjum við til að þetta svæði verði hirt betur. Þetta er svæðið á milli beggja blokkanna, á móti leikskóla og raðhúsa.
Fegra svæðið þegar keyrt er inn í bæinn, fallegt væri ef hægt er að planta þar blómum og setja niður runna eða tré. Stór grasbali til vinstri þegar keyrt er inn á Suðureyri.
Við leikskólann er beygja í Túngötunni. Þegar vegurinn var malbikaður myndaðist brík frá vegi og niður í jarðveg sem var þar fyrir. Það þarf að gera eitthvað til að fylla upp í þessa brík því hún er að skemma veginn. Mikil drulla og þetta þarfnast frekari frágangs.
2. Vistgata í Túngötu og skipulagning á íbúafundi
Við óskum eftir því að Ísafjarðarbær efni til íbúafundar um framtíð Túngötu, frá skólanum og að leikskólanum um leiðir þar til að draga úr hraðakstri. Þar er borgaraleg lokun eins og er og nauðsynlegt að taka ákvarðanir til framtíðar.
3. Sumarróló
Þetta er ástandið á skipinu á Sumarróló, sjá myndir í viðhengi.
Hverfisráð Súgandafjarðar óskar eftir því að Ísafjarðarbær bregðist sem fyrst við til að koma í veg fyrir slys á börnum.
4. Önnur mál
Ákveðinn fastur fundartími: KL 20:30 fyrsta miðvikudag í mánuði.
Áminning til áhaldahúss: Gera við ærslabelginn. Lok af loftdælunni sem fauk og skar belginn.