Stjórnarfundur 6. maí 2019
Hverfisráð Holta-, Tungu- og Seljalandshverfi
6. maí 2019
Fundinn sátu: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, Ragnar Ingi Kristjánsson, Heiðrún Rafnsdóttir, Jóna Lind Kristjánsdóttir og Ómar Sigurðsson.
Fundargerð ritaði: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir
Dagskrá:
1. Leikvöllurinn í Tunguhverfi
Farið yfir forsögu máls til ársins 2015 er varðar leikvöll í Tunguhverfi. Lágmarks framkvæmdum er ekki ennþá lokið. Hverfisráð ítrekar ósk sína frá september 2018 við Ísafjarðarbæ um fund með bæjarstjóra vegna málsins. Hverfisráð leggur til að fundur til að vinna að lausn málsins verði haldinn með tengiliðum hverfisráðs, þeim Aroni Guðmundssyni og Hafdísi Gunnarsdóttur.
2. Krívarp á Skeiði
Hverfisráð vill benda Ísafjarðarbæ á þau óþægindi sem að kríuvarpið hefur í för með sér fyrir íbúa. Við svæðið eru göngustígar sem að margir vilja nýta, einnig er varplandið að teygja sig nær íbúahúsum. Háttalag kríunnar á varptíma þeirra gerir fólki erfitt fyrir að fara um svæðið með öruggum hætti. Bent er á þá hættu sem að getur skapast þegar að flugfimar kríurnar ráðast með gogginn að vegfarendum. Óskað er eftir aðgerðum Ísafjarðarbæjar sem að gætu stuðlað að því að krían finni sér annan varpstað.
3. Vinnusvæði í Tunguhverfi
Hverfisráð vill benda Ísafjarðarbæ mikilvægi þess að framkvæmdaraðilar nýbygginga gæti fyllsta öryggis á vinnusvæðum til að koma í veg fyrir slysahættu vegfaranda. Til að mynda með því að girða viðeigandi svæði af. Við Tungubraut hefur myndast mikið vatn yfir grunni sem íbúar hafa áhyggjur af.
4. Ábendingar um betrumbætur í hverfunum
- Gangstétt í Árholti kemur illa undan vetri, stór brot eru í steypu eftir snjómokstur sem þyrfti að laga.
- Hverfisráð minnir Ísafjarðrarbæ á að blómaker og fjölgun á ruslafötum um hverfin er mikilvægur þáttur í því að fegra svæðin.
5. Hverfis-Plokk
Hverfisráð undirbýr plokk um hverfið. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Stefnt er að Hverfis-Plokki þann 20. maí 2019 og samverustund að því loknu. Hverfisráð kemur til með að auglýsa viðburð betur þegar að nær dregur.