Auka-aðalfundur 20. september 2016

Auka aðalfundur Hverfaráðs hverfa í Skutulsfjarðarbotni

Mættir eru Tinna, Harpa og Guðmundur Óli úr stjórn auk 7 íbúa hverfanna.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar: Harpa og Tinna kynna skýrslu stjórnar
  • Kosning stjórnarmanna: Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir, Finney Rakel Árnadóttir, Matthías Svanbjörnsson, Elísabet Samúelsdóttir, Heiðrún Rafnsdóttir og Vala Dögg Petrudóttir buðu sig fram og voru einróma kosin.
  • Önnur mál:
    • Guðný Stefanía ræðir lausagöngu katta og vandamál því tengt s.s kattarskít út um allt, þar með talið í görðum í hverfinu.
    • Rætt um „sumarhús“ í hverfinu og vandamál sem gætu tengst þeim (geitungabú o.þ.h.)
    • Rætt um slátt á opnum svæðum í hverfunum og þá sérstaklega fótboltavellinum í Tunguhverfi.
    • Athuga með að losna við kríuvarp úr Tunguhverfinu

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl 21

Er hægt að bæta efnið á síðunni?