Aðalfundur 2. nóvember 2015

Annar fundur Hverfaráðs Holta-, Tungu- og Seljalandshverfis haldinn í Edinborgarsal Edinborgarhússins 2. Nóvember 2015

Mættir eru:

                         Heiðrún Rafnsdóttir, Hrauntungu 4

                         Hannes Krisjánsson, Stórholt 17

                         Ásgeir Hannesson, Stórholt 13

                         Guðný Stefanía Stefánsdóttir, Brautarholt 3

                         Jón Hálfdán Pétursson, Brautarholti 3

                         Guðrún S. Bjarnadóttir, Skógarbraut 3

                         Ólafía Aradóttir, Skógarbraut 3a

                         Guðjón Torfi Sigurðsson, Móholti 5

                         Þór Ólafur Helgason, Seljalandi 15

                         Álfhildur Jónsdóttir, Seljalandi 15

                         Magni Guðmundsson, Seljalandi

 

Stjórnarmenn

                         Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, Sunnuholti 1

                         Guðmundur Óli Tryggvason, Fagraholt 1

                         Harpa Guðmundsdóttir, Kjarrholt 2

1. Nýting framkvæmdafjár frá Ísafjarðarbæ

Tinna kynnir hvernig fjármunum hverfisins mun verði varið í ár. Það verða keypt þrjú leiktæki fyrir leikvöllin í Holtahverfi og eitt tæki verður fjarlægt (gamla rennibrautin). Þá verða keypt þrjú leiktæki til að byrja uppbyggingu á sameiginlegum leikvelli Tungu- og Seljalandshverfi. Þá kom fram að kostnaður við tækin er 2.00.140 og þá er uppsetningin eftir. Samið var um það að íbúar tækju að sér uppsetningu tækjanna og Ísafjarðarbær myndi votta þau eftir uppsetningu.

2. Markmiðin

Tinna segir frá hugmyndum stjórnar um söfnun styrkja frá fyrirtækjum til að koma upp sparkvelli í Tungu- og Seljalandshverfi. Það hafa þegar borist viljayfirlýsingar um styrki og stjórnin er bjartsýn á að þetta verkefni verði að veruleika á næsta ári.

3. Uppbygging hverfanna

Farið er yfir nokkur atriði sem komu fram á fyrri fundi (dags. 10. Júní) það sem helst bar á góma var eftirfarandi.

  • Lýsingu í Tungu- og Seljahverfi er mjög ábótavant og mikilvægt að í það verkefni sé farið sem fyrst þar sem um ræðir öryggi íbúa ekki síst nú þegar vetrar og dimmt er meirihluta sólahringsins. Vert er að taka fram að Skógarbrautin er ólýst erfitt að aka þar í snjó og myrkri.
  • Húsgrunnur í Tunguhverfi og bústaðargrunnur ofan við Holtahverfi eru slysagildrur sem þyrfti að fjarlægja sem fyrst, helst áður en það snjóar yfir þá og þeir verða enn hættulegri. Uppúr grunnunun standa járnstangir sem þyrfti að fjarlægja (eða í það minnsta beygja) áður en slys verða að veruleika.
  • Íbúum þykir ástæða til að ítreka að við snjómokstur á veturna verði snjónum ekki safnið við botnlangana þar sem hann hindrar umferð gangandi vegfarenda og veldur því að svæðið verður drulla og aur þegar vorar.
  • Íbúar vilja einnig ítreka það að skoðaður verði möguleikinn á að fjölga strætóferðum þannig að íbúar hverfanna eigi möguleika á að nýta sér almenningssamgöngur til og frá vinnu og ástundun áhugmála.

4. Önnur mál

Á íbúum brunnu ýmis mál og eftirfarandi eru atriði sem íbúar eru sammála um að þurfi að leita úrlausna við sem fyrst.

  • Varnir við brýrnar við Tunguá og Úlfsá, við brýrnar eru brattar brekkur sem þykja áhugaverðar hjá yngri íbúm en eru slysahætta. Íbúar óska því eftir því að girðingar (eða aðrar varnir) verða setta við þessar brýr til að takmarka aðgengi að þessum bröttu brekkum.
  • Athuga þyrfti frágang á holræsi við Skógarbraut þar sem það er einungis hálffrágengið í dag.
  • Laga þyrfti jarðveginn við brúnna í Tunguhverfi þar sem mikið hefur grafist undan henni og lítið verið lagað á undanförnum árum.
  •  Íbúar voru sammála um að auka þyrfi umræðu í hverfinu um að færa bílana þegar mikið hefur snjóar til að auðvelda snjómoksturstækjum að moka göturnar með viðeigandi hætti.
  • Íbúar í Seljalandhverfi óska eftir því að í hverfið verði gerðar gangstéttir. Nú eru komin 27 ár frá því fyrstu íbúarnir fluttu í hverfið og enn hafa ekki verið gerðar gangstéttir þar og er það miður.
  • Lögð var fram hugmynd um viðburði í hverfunum þar sem fullorðnir og börn kæmu saman í leiki t.d. kíló og kastó, brennibolta o.þ.h.
  • Óskað var eftir svörum frá Ísafjarðarbæ um slátt á opnum svæðum í hverfunum ekki síst þar sem kerfill og njóli eru áberandi.
  • Rætt var um að hafa hreinsunarátak tvisvar á sumri, í lok maí/byrjun júní og svo aftur lok júlí/byrjun ágúst. Þar myndu íbúar gera hreint í hverfunum, bæði í sínum götum og eina á opnum svæðum.
  • Óskað var eftir því að Ísafjarðarbær tæki að sér að klippa runna, sem hefta umferð um gangstéttir og götur, á kostnað húseigenda hafi þeir ekki gert það sjálfir fyrir ákveðna dagsetningu.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?