Stjórnarfundur 26. apríl 2021
Mætt:
Finney Rakel Árnadóttir
Tinna Ólafsdóttir
Jóhanna Oddsdóttir
Fundur settur kl. 16:10
Tinna sér um fundarritun.
- Innlegg hverfisráðs við skipulagningu á sumarvinnu garðyrkjudeildar og áhaldahúss Ísafjarðarbæjar.
Hugmyndir hverfisráðs:
- Gera Skipagöturóló vistlegri, m.a. með auknum gróðri (ein dauð hrísla í einu horni), sá í jarðveg.
- Setja hlið á Skipagöturóló.
- Grisja og lækka gróður í beðum meðfram allri Pollgötu og í kringum hringtorg, plöntur við Edinborgarhúsið skyggja fyrir vegfarendum á sumrin og snjósöfnun á göngustígum við Neista og kirkju vegna runna er oft allt of mikil að vetri.
- Laga ljósin á göngustígnum utan við Fjarðarstræti.
- Sá í drullusvaðið við hliðina á afaróló í Fjarðarstræti.
Hugmyndir sem bárust á Facebook-síðu hverfisráðsins: - Túnunum við höfnina, þar sem áður voru olíutankar, verði gert hærra undir höfði.
- Halda við Jónsgarði, grisja og gera fallegan. Eins með skóginn fyrir ofan Urðarveg.
- Slá Rikkutún.
- Slá brekkuna í króknum (fyrir neðan sjómannablokkina) til að halda kerflinum í skefjum.
- Setja borð og bekki á opna svæðið fyrir framan Sindragötublokkirnar og jafnvel útigrill fyrir gesti og gangandi.
- Slá túnið fyrir neðan Urðavegsblokkina, slá í kringum Engi og fyrir ofan áhaldahús og reyna stoppa kerfilinn þar í kring.
- Fá blómaker og bekki sólarmegin á Silfurtorgi.
- Það má leggja áherslu á græna blettinn milli Hafnarstrætis 19 og Neistahússins. Þar er komin upp mjög ósmekkleg sorphirða og þarf að laga það, samræma ílátin sem safna á í og losa þegar er fullt. Einnig mætti gera þennan græna blett meira aðlaðandi með bekkjum og þess háttar.
- Önnur mál:
Rætt um að óska eftir því við lögregluna að fara í átak vegna bíla sem lagt er ólöglega, ekki síst í þröngum götum á eyrinni, og sem skildir eru eftir í gangi.
Samkvæmt samþykkt skal aðalfundur haldinn að hausti, rætt um að boða til aðalfundar í september.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?