Félagsfundur 29. ágúst 2018
Félagsfundur stjórnar Hverfisráð Eyri og efribæjar
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 kl 21:00, 2. hæð Stjórnsýsluhúsinu
Dagskrá
- Setning fundar
Formaður Jóhanna Fylkisdóttir bauð fólk velkomið á fundinn og setti fundinn og tilnefndi Braga Rúnar Axelsson sem fundarstjóra og Eddu Maríu Hagalín sem ritara. Var það samþykkt. Fundarstjóri tók til máls og gerði grein fyrir boðun fundarins og hann væri löglega boðaður.
- Ærslabelgur
Rætt var um ærslabelginn sem verður settur niður í næstu viku en samstaða er um að hann verði settur niður á svæðinu þar sem gamli gæsló var við gamla sjúkrahúsið. Sjá mynd
Á því svæði er hann sem fjærst íbúðarhúsum, mikill hluti leiðinlegs malarsvæðis er nýttur, gott útsýni er að belgnum úr nokkrum áttum ásamt því að nálægð við stétt við bókasafnið og skjólvegg býður upp á að settir verði þar bekkir og borð fyrir foreldra, aðstandendur og aðra til að geta tillt sér niður í skjóli á meðan börnin eru að leik og fengið sér nesti. Þarna er líka ljósastaur mjög nálægt svo að svæðið væri lýst upp þegar fer að rökkva snemma.
Allir voru sammála um að færa þyrfti fótboltamarkið og þá yfir á sjúkrahústúnið eins og það var áður og jafnframt væri æskilegt að útvegað væri annað mark á móti. Þá væri kominn góður fótboltavöllur á grasi sem nýst gæti krökkunum og yrði mikið meira notaður en þetta staka mark sem nú er á malarsvæðinu.
Rætt var síðan um svæðið í heild, þarna þyrfti að tyrfa þar sem malarsvæðið er ekki æskilegt leiksvæði og þá væri jafnframt auðvelt að setja öryggismottur í kringum belginn og önnur leiktæki sem áhugi er fyrir að þarna verði sett. Nauðsynlegt væri að fá þarna bekki og borð, bæði við bókasafnið og eins til hliðar við belginn eða í nálægð við trén sem þarna standa á sjúkrahústúninu. Huga þarf að því að setja stóra steina við endann á leiksvæðinu við bílastæðin við bókasafnið til að forða því að bílar keyrðu inn á malarsvæðið eins og til að forða því að börn myndu hlaupa út á bílastæðið. Veltu því jafnframt fyrir okkur hvort ekki væri sniðugt að setja járnboga, eins og við íshúsið, ofan við svæðið þar sem gangbrautin byrjar í Túngötunni þá til að fyrirbyggja að bílar færu óvart þarna niður.
Áhugi er hjá hverfisráðinu að fá að skipuleggja þetta svæðið frekar sem áður var gamli gæsló og gera það að fýsilegum leikvelli fyrir krakka á aldrinum 5-15 ára.
- Hugarflug – hvar vill hverfisráðið sjá 2 milljónum varið í sitt nærumhverfi í ár og næsta á.
Hverfisráðið vill sjá meiri uppbyggingu á leiksvæði fyrir börn á öllum aldri. Við sjáum fyrir okkur þrjú svæði, Skipagöturóló, gamla gæsló og nýtt svæði í efribæ fyrir innan mentaskólann.
- Skipagöturóló, þarfnast lagfæringar á undirlagi ásamt því að bæta þarf við öðru krefjandi leiktæki þar sem þau sem fyrir eru t.d. rennibrautin, er ekki að anna börnunum á svæðinu. Sjáum við fyrir okkur einhverja klifurgrind og þá á svæðinu þar sem litli kofinn er. Dæmi:
- Vincy play – WD 1420C2 klifurgrind f. 3-14 ára
- Vincy play – WD1453 klifurgrind f. 7-16 ára
- Vincy play – WD1462 klifurgrind f. 3-14 ára
- Gamli gæsló, þar sem ærslabelgurinn verður settur upp og vill hverfisráðið vinna með það svæði áfram og sjá það skipulagt sem flott leiksvæði sem henta börnum á aldrinum 5-15 ára. Hugmyndir að tækjum eru:
- Fá slá, Kompan PCM803, triple somersault bars
- Kompan hammock f. 2-6 ára
- Norwell tæki sett á ákveðið svæði? Grasblettinn fyrir aftan bókasafnið?
- 2-3 tæki sem henta smáfólkinu s.s. rör, hest og vegasalt
- Kompan explorer dome fyrir 5-12 ára
- Kompan large octa net with sky cabin and stainless steel tunnel slide –5- 12 ára - eða sambærilegt tæki frá Kompan Corocord parcour & playground
- Nýtt svæði, skipuleggja þarf leiksvæði í efra hverfi sem væri fyrir börn á svæðinu fyrir innan menntaskólann en þetta er mjög barnmikið svæði. Dæmi um lóðir sem mætti skoða í þetta er lóð á Urðarvegi 29 (er við göngustíginn frá urðarvegi og niður á engjaveg) eða lóð á Seljalandsvegi 60 þar sem eru gamlar rústir en sú lóð er einkalóð. Lóðin á Seljalandsvegi 60 er stærri, betur staðsett fyrir þetta svæði og þægilegra aðgengi að henni en þeirri á Urðarvegi 29 og væri því heppilegt ef það svæði gæti gengið. Lóðin á Urðarvegi 29 er líka í töluverðum halla. Hverfisráðið myndi vilja koma að skipulagi og val á tækjum á það svæði sem fengist samþykkt af Ísafjarðarbæ sem leikvöllur.
- Önnur mál
- Mikil ánægja með hraðahindranir, vantar þó eina í urðavegsbrekkuna, mikill hraði upp hana.
- Gangbraut í bæjarbrekkunni frá Jónsgarði yfir að sóltúni, er í of miklum halla, fólk rennur þarna í brekku og bílar geta ekki stoppað þarna í brekku þegar er hálka til að hleypa gangandi vegfarendum yfir. Þarf að færa hana
- Vegagerðin segist vera tilbúin að setja hraðatakmarkanir við sólgötuna ef áskorun kemur frá Hverfisráðinu, vilji til að skoða það.
- Hvetjum bæinn til að setja Norwell hreystitæki, t.d. nálægt gamla gæsló þar sem ærslabelgurinn er að koma upp, er miðsvæðis við mörg fjölmennar stofnanir sem þetta gæti nýst vel Eyri, Hlíf, Sólborg, Tanga, Bókasafn, sjúkrahús. Einnig væri áhugavert að fá heilsuhring um eyrina meðfram strandlínunni.
- Rætt um að halda opin fund fyrir íbúa og að virkja þurfi heimasíðu hverfisráðsins frekar og veita upplýsingum þar í gegn. Byrjum á því að birta þessa fundargerð þar og upplýsa um ærslabelginn. Þurfum að skoða að stofna lokaðan facebook hóp eins og er í hinum hverfisráðunum í stað opinnar síðu til að fá meiri umræðu og hugmyndir.
- Fyrirspurn til bæjarráðs
Hverfisráðið óskar eftir svörum frá bæjarráði umeftirfarandi:
- Hvort bærinn sé til í að sjá um að tyrfa svæðið á gamla gæsló, útvega bekki og grjót við bílastæði til að varna akstri inn á það?
- Jafnframt óskar hverfisráðið eftir heimild til að skipuleggja frekar svæðið á gamla gæsló með það í huga að fá stórt klifurtæki, eitt ungbarnatæki og önnur krefjandi tæki. Hverfisráðið mun þá vinna tillögu að skipulögðu svæði í samvinnu við tæknisvið og kynna fyrir bæjarráði. Næsti fundur hverfisráðsins er 12. september og því óskað eftir svörum fyrir þann tíma ef kostur er en þessi ákvörðun hefur áhrif á það í hvað fjárheimild ársins í ár er varið í og jafnframt næstu ára.
- Verkefnalisti fyrir næsta fund, boðaður miðvikudaginn 12. september klukkan 12 á hádegi
- Hildur ætlar að fá verðdæmi frá Krumma varðandi hugsanleg klifurleiktæki sem við höfum áhuga á til að við áttum okkur á kostnaðinum.
- Edda María kemur upplýsingum um staðsetningu á Ærslabelgnum á Fannar Þór, verkefnastjóra á tæknideild
- Edda María kemur fundargerðinni fyrir bæjarráð
- Allir skoða vörulista hjá krumma.is og velja 4 tæki sem þau vilja sjá á leiksvæði gamla gæsló fyrir næsta fund.
Fleira ekki gert og fundi slitið 23:15
Edda María Hagalín,
Hrund Sæmundsdóttir,
Jóhanna Fylkisdóttir
Bragi Rúnar Axelsson
Arna Grétarsdóttir
Er hægt að bæta efnið á síðunni?