Félagafundur 21. maí 2015
Dagskrá:
1. Setning fundar
Formaður Gylfi Þ. Gíslason bauð fólk velkomið á fundinn og setti fund og tilnefndi Ólöfu Dómhildi sem fundarstjóra og Björn Baldursson sem ritara. Var það samþykkt. Fundarstjóri tók til máls og gerði grein fyrir boðun fundarins og hann væri löglega boðaður.
2. Lagt er til að opnunartími veitingastaða og verslana á eyrinni verði gefinn frjáls.
Formaður gerði grein fyrir þessum lið og sagði að komið hefði verið að máli við sig um þetta málefni, þó að ekki væri mikil pressa á um þetta. Úlfar Ágústsson sagði að í sumum tilfellum gæti þurft að hafa lengur opið, s.s. á AFÉS og slíkum viðburðum. Hann telur ekki ástæðu til að breyta þessu. Valur Ricter vill ekki láta lengja opnunartíma veitingastaða, verslana væri í lagi. Karitas Pálsdóttir segir að opnunartími verslana sé frjáls eftir því sem hún best viti, en hún vill ekki lengja opnunartíma skemmtistaða. Jón Ólafur Sigurðsson tók undir með Karitas. Guðni Ásmundsson sér ekki þörf fyrir að verslanir séu opnar lengur, það valdi hækkun á vöruverði vegna aukins kostnaðar. Fundarstjóri leggur til að málinu verði vísað til næsta fundar og Hverfisráðið kynni sér betur reglur þar um.
3. Hundahald á Eyrinni
Formaður gerði grein fyrir að það væri nokkuð vandamál hve sumir hundaeigendur hirtu illa upp eftir hunda sína.. Valur Richter var á móti banni á hundahaldi, en var sammála því að fólk mætti hirða betur upp úrgang eftir sína hunda. Upp komu tillögur á fundinum um að beita sektum. Marsellíus sagði að hundahald væri í raun bannað en leyft með undanþágum. Karitas sagði að alltof margir hirtu illa um að hirða upp eftir hunda sína. Guðni var sammála Karitas. Hann sagði að skoða ætti þetta í víðara samhengi, t.d. hestamenn o.fl. ef ræða ætti um dýrahald á annað borð. Hann sagði að kettir væru ekki síðra vandamál en hundar. Jóhanna Oddsdóttir sagði að misbrestur væri á því að fólk hefði hunda sína í bandi og oft væru þeir lausir. Ragnheiður Hákonardóttir sagði að umræða um hundahald væri þörf og nauðsynlegt væri að hundaeigendur þrifu upp eftir hundana. Jón Ólafur sagði að til væru reglur um hundahald og það þyrfti að fara eftir þeim. Sigríður Gísladóttir spurði hvað væri innifalið í leyfisgjöldum. Gylfi lagði til að skerpt yrði á því við hundaeigendur um góða umgengni og þrifnað eftir hundana. Karitas lagði til að erindi yrði sent til bæjarins þar að lútandi. Hún sagði að kettir væru mikið vandamál þar sem hún býr. (Hjallavegur) Ákveðið að fara þess á leit við bæínn að senda bréf til hundaeigenda.
4. Hugarflug
a) Hvar vilt þú sjá 2 milljónum varið í þitt nærumhverfi í sumar.
Óskað var eftir hugmyndum fundargesta
Gylfi sagði frá því að hverfafélagið fái tvær milljónir á ári til fegrunar umhverfis eða til ýmissa verkefna. Best væri að fá hugmyndir frá fundarmönnum þar um.
Tillaga um hænsnagarð þar sem fólk gæti gefið hænsnum matarleifar.
Reiðhjólabraut
Ganga frá umhverfi í kringum Jónsgarð
Fleiri bekkir fyrir fólk
Aukin skógrækt
Fjarlægja tré og runna í bænum
Laga göngustíga
Eyjar og göngubraut á Pollinn
Lagfæra gangstéttir
Mála hús
Endurreisa Fell
Eyjar í Pollinn, bátahöfn
Gera hjólagarð fyrir börn og fullorðna
Göngubraut um Hafnarstræti sem tengist Skutulsfjarðarbraut
Sjóvarnir á Pollgötu
Laga hlykkinn á göngustígnum inn í Fjörð
Fleiri hjólastíga
Hreinsa Pollinn
Snyrta umhverfi, steinlagnir o.fl. við skólalóð
Byggja sundlaug út í Pollinn, hótel og eldriborgaraíbúðir við hliðina
Þjónustuhús fyrir Hornstrandafara
Smábátahöfn
Lagfæra umhverfi kringum kirkjuna
Laga þrengingar í sólgötu við Glámu
Göngustíg samsíða Bökkunum yfir í Fjarðarstræti
Hringtenging eyrarinnar með hjólastíg
Kaupa víkingalottó
Gera afgirt svæði fyrir hunda
Opna sundhöll út í garð og setja heita potta.
b) Framtíðarsýn í þínu hverfi.
Óskað var eftir hugmyndum fundargesta
Hótel á Gleiðarhjalla
Skipulagssamkeppni um Miðkaupstað
Ræsa fram vatnsaga sem myndast í leysingum á Urðarvegi og á Hjallavegi
Fjallahjólastíg
Fjölga íbúum
Tengja saman göngustíga
Bátahöfn, bátahótel
Hafnarsvæði snyrt og fegrað
Vanda skipulag á auða svæðinu í Mjósundum
Bæta umgengni á leið inn í skóg
Fleiri gámaskýli
Bæta aðstöðu til að taka á móti ferðafólki, t.d. fjölga salernum
- Önnur mál.
Ómar Smári kynnti hugmyndir um skipulag á Eyrinni. Gera grein fyrir gömlu strandlengjunni og setja upp sýningu utandyra á myndum o.fl. og svo fastasýningu inni á veturna.
Ragnheiður Hákonardóttir sagði að mikilvægt væri að gestir fengju réttar upplýsingar um gönguleiðir. Valþór tók undir það.
Ragnheiður fjallaði um vatnsflóðið þann 8 febrúar s.l. og ítrekaði að það þyrfti að vinna að því að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Hún vill að bærinn taki strax á málinu og leggi ræsi til sjávar. Það tjón sem varð t.d. á Urðarvegi af völdum flóðsins var af völdum rangrar hönnunar. Vatnið hafði ekki greiða leið til sjávar og ræsi voru ófullnægjandi. Vildi hún að fundurinn ályktaði um þetta mál. Marsellíus sagði að bærinn gerði sér fyllilega grein fyrir alvarleika málsins og búið væri að gera skýrslu um afleiðingar þess og unnið yrði að því að þetta endurtaki sig ekki.
Fundurinn samþykkir að senda inn erindi til bæjarins þar sem farið er fram á úrbætur í frárennslismálum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 21 30
Reynir Helgason
Marzellíus Sveinbjörnsson
Karitas Pálsdóttir
Jón Ólafur Sigurðsson
Valur Richter
Valþór Atli Birgisson
Úlfar Ágústsson
Halldór Sveinbjörnsson
Sigríður Gísladóttir
Jóhanna Oddsdóttir
Ragnheiður Hákonardóttir
Guðni Ásmundsson
Ómar Smári Kristinsson
Jóhann Dagur Svansson
Sigurður Mar Óskarsson
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir
Gylfi Þ Gíslason
Björn Baldursson
Matthildur Helgadóttir Jónudóttir