Aðalfundur 2021

Aðalfundur hverfisráðs eyrar og efri bæjar
6. september 2021 kl. 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Stjórnsýsluhúsinu

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar
    Tinna Ólafsdóttir kynnir skýrslu stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins
    Ekki þörf á þessum lið.
  3. Kosning formanns til tveggja ára
    Enginn býður sig fram til formanns.
  4. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.
    Enginn býður sig fram í stjórn.
  5. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
    Ekki þörf á þessum lið.
  6. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði
    Lagt til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 5. gr.:
    dagskrá aðalfundar verði sem svo:
    „Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
    1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins og nefnda á liðnu starfsári.
    2. Kosning formanns til tveggja ára.
    3. Kosning þriggja manna í stjórn og tveggja varamanna til tveggja ára.
    5. Breytingar á samþykktum samtakanna ef þeirra hefur verið getið í fundarboði.
    6. Verkefni næsta árs.
    7. Önnur mál.“
    Samþykkt einróma.
  7. Fjárhagsáætlun næsta árs
    Ekki er þörf á þessum lið.
  8. Vinnuhópar
    Ekki er þörf á þessum lið.
  9. Verkefni næsta árs
    Hverfisráðið hefur á árum sitjandi stjórnar skilað inn fjölmörgum tillögum til Ísafjarðarbæjar. Þær eru enn í gildi en þó vilja fundarmenn sérstaklega árétta að snyrta þarf Skipagöturóló og gera meira aðlaðandi.
  10. Önnur mál
    Engin önnur mál á dagskrá
    Fundi slitið kl. 20:51.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?