Stjórnarfundur 7. maí 2024

Stjórnarfundur Hverfisráðs Önundarfjarðar haldinn á Bryggjukaffi 7. maí 2024 kl 20:00

Mætt: Sigurður Grétar Jökulsson, Hrefna Erlinda Valdemarsdóttir, Sunna Reynisdóttir, Guðmundur Björgvinsson og Sigríður Anna Emilsdóttir.

Þar sem ekki fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamanna fyrir útsýnnispalli við Brimnesveg verðum við að muna að fylgjast með að sótt verði um aftur að ári.

Það er afar mikilvægt fyrir okkur að hafa tjaldsvæði á Flateyri og ekki í boði að það sé ekki opið. Ákveðið að skrifa eftirfarandi formlegt erindi og senda til umhverfis og
framkvæmdanefndar: 
Það er eindregin ósk Hverfisráð Önundarfjarðar að leitað verði eftir rekstraraðila fyrir tjaldsvæðið á Flateyri í sumar. Þar sem meginframkvæmdir sumarsins við ofanflóðavarnir eru í Innra Bæjargili ætti ekki að verða teljandi ónæði eða truflun af þeirra völdum. Það er alltaf stór hópur úr nágrannabyggðum sem tjaldar á Flateyri helgina sem bæjarhátíðin er haldin. 
Einnig er ljóst að margir munu leggja leið sína hingað um verslunarmannahelgina þar sem hátíðin Útkall fékk veglegan styrk úr Verkefna og þróunarsjóði Flateyrar. Auk þess er Flateyri vinsæll ferðamannastaður allt sumrið. Ef enginn rekstaraðili eða umsjónarmaður verður yfir svæðinu er hætt við að það skapist vandræðaástand.

Vangaveltur um áframhaldandi plokk. Dagurinn gekk vel og búið að hirða upp.

Smábátahöfnin er ennþá full af rusli og þarf að þrífa. Svæðið þar sem báturinn var rifinn á grundinni þarf að taka út og sjá um að viðskilnaður sé í viðunandi lagi og bera á áburð og grasfræ. Það þarf átak í alla grundina við Hafnarstrætið.

Það myndast mjög stór pollur við íþróttahúsið þar sem grenndargámarnir eru. Þarf að finna lausn, fylla upp eða færa gámana.

Það eru að safnast upp nýir ruslahaugar víða, einn við hesthúsin, bílar við bryggjuhúsið og bílafjöldinn í Ólafstúni er ekki lengur buninn við einkalóð.

Það þarf að koma fljótlega yfir og setja í holur í götum og laga kantsteina, sérstaklega þar sem steypustyrktarján standa út í loftið. Tjarnagötuna þarf að malbika í sumar.

Við ætlum að keyra í gang samkeppnina um fallegustu ruslatunnurnar á staurunum. Bjóða bæjarbúum að mála tunnu og skila inn mynd hjá dómnefnd. Verðlaun verða veitt á bæjarhátíðinni.

Ítreka íþróttahúsmálin. Það þarf að taka stöðuna á viðhaldsmálum. Sturtur í karlaklefa, þrjár virkar. Heitt vatn í sturtur. Gólfin í kringum sundlaug eru sleip og málning að flagna. Er þetta ekki mögulega í ábyrgð þar sem það er ekki langt frá því að endurbætur áttu sér stað.

Fundarritari Sunna Reynisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?