Stjórnarfundur 4. apríl 2023
Fundur Hverfaráðs 4. apríl 2023 kl. 16 í Skúrinni á Flateyri
Mætt: Hrönn Garðarsdóttir (á teams), Ívar Kristjánsson, Sunna Reynisdóttir, Eyjólfur Karl Euyjólfsson og Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri, sem ritaði fundargerð. Jóhann Ingi Þorsteinsson boðaði forföll.
Dagskrá:
- Stutt kynning Hjörleifs á hugmyndum um landmótun og mótvægisaðgerðir vegna nýrra varnamannvirkja
- Staðsetning vinnubúða og geymslusvæðis
- Skipulagslýsing vegna breytts aðalskipulags vegna nýrra varnarmannvirkja
Fundargerð:
- Hjörleifur kynnti drög að mótvægisaðgerðum á vinnuteikningum frá Aðalheiði landslagsarkitekt hjá Landmótun. Eftirfarandi ábendingar og tillögur samþykktar:
a. Í stað þess að byggja upp útiaðstöðu til samkomu og tónleikahalds innan þríhyrnings varnargarðanna, eins og gert var þegar núverandi varnir voru reistar, verði slík aðstaða útbúinn í norðurkrika Hafnargarðs (rafmagnstenging mikilvæg)
b. Stígur sem teiknaður er í hálfhring um tjörnina austan varnargarða liggi alveg í vatnsborði. Gerð verði auka bryggja norðan megin tjarnar til móts við innfallsrörin eða byggður stígur að rörum og bryggja þar.
c. Bílastæði sem teiknuð eru vestan tjaldsvæðis eru óþörf, þar sem næg bílastæði eru við Kirkjugarðinn aðeins neðar. - Staðsetning Vinnubúða verði norðan við Goðahól (norður af Íþróttahúsi. Staðsetning geymslusvæðis verði þar fyrir norðan nálagt suðurenda garðs og við hlið hjólabrautar
- Gerð er athugasemd við að opna Kálfeyrarnámu upp á nýtt. Um er að ræða mjög lítið efni af heildamagni til framkvæmdarinnar og ekki yrði mögulegt að ná í efnið nema með því að raska leiðinni hjá Klofningshrygg mikið. Um er að ræða megin útivistarsvæði og berjaland Flateyringa sem ekki má raska.
Fundi slitið kl. 17.15
Er hægt að bæta efnið á síðunni?