Stjórnarfundur 19. maí 2015
Fundur haldinn í Arctic Odda þriðjudaginn 19 maí 2015 klukkan 20:00.
Mætt á fund: Ívar, Bryndís, Joanna, Guðmunda, Soffía og Hrefna.
Ívar las fyrir okkur bréf frá Þórdísi um hvað við fáum mikinn pening og hvað við þurfum að gera, m.a. finna daga til að taka til og fegra umhverfið.
Þurfum að ákveða hvað við eigum að gera við þessar 2.000.000 kr. Fá fólk til að vera með í ákvörðun. Hugmynd: Senda bréf í hús um hvað er hægt að gera, fólk getur forgangsraðað og skilað niður í sundlaug eða sjoppu. Hafa spurningu í bréfinu, vill fólk hafa fund eða hafa þetta svona.
> Verðum að fá rafmagn á tjaldstæðinu og laga klósettin, koma upp ljósum á klósettin. Fá kannski einhvern til að sjá um þetta svo það verður einhver vinna lögð í þetta.
> Nýta minningargarðinn betur, minigolf eða eitthvað fleira skemmtilegt (leiksvæði).
Taka niður það sem er upp í varnagarðinn og færa niður í minningargarð, meðal annars sviðið sem er uppá sólbakka. Smíða pall, bekki og fleira. Þá er hægt að nýta minningargarðinn meira t.d. í ættarmót, hitting og fleira. Setja upp dúk sem virkar eins og trampolín. Lítill körfuboltasvæði, steypa upp grill sem fólk getur notað (meðal annars fólk á tjaldsvæðinu). Koma frispígolfinu niður frá varnagarðinum í minningargarðinn.
> Ef fólk vill taka fóstursvæði, einhvern part af eyrinni til að t.d. gróðursetja og sjá um garðinn, fengið styrk frá bænum.
> Fá upplýsingar frá Guðrún Páls og Jóhönnu um garðinn fyrir framan sjoppuna, þarf að sjá um garðinn og gera hann fínann. Þótt það sé bara að klippa trén, slegið grasið og gert fínt.
> Þarf að taka gangstéttina í gegn á Hafnarstræti, þarf að hreinsa stéttirnar í öllum bænum.
> Pressa á bæinn að senda unglingadeildina.
> Þarf að fá fólk til að hreinsa til í sínum garði, sumir með ónýta bíla og slá ekki garðinn.
> Þarf að hreinsa til á bryggjunni og á oddanum, fullt af gámum og fleira í óleyfi.
> Fá yfirvöld til að hjálpa með að fjarlæga ónýta bíla.
> Reyna gera svæði eins og t.d fyrir neðan hjá Maríu og Bjössa í Goðatúni fallegt aftur, áður voru rólur, rennibraut og flott leiksvæði.
> Gera upp körfuboltavöllinn (Bærinn eða við?)
> Fjölga bekkjum, stiga yfir steinvarnagarðinn (Brimnesveg) svo fólk geti farið í sjósund, gera útsýnispall á steinvarnagarðinn svo fólk geti horft út á hafið.
> Bekkir með borðum á Hafnarstrætið svo fólk geti sest niður í góðu veðri.
> Fá hönnun á túnið á Hafnarstrætið sem er hægt að framkvæma smátt og smátt.
> Hreinsunardagur! Allsherjartiltekt með grill eftirá. Fólk hefur frá mánudags (22 maí 2015) til föstudags (29 maí 2015) að taka til í sinni götu og geta svo tekið stóru svæðin saman og mætt í grill saman á föstudaginn 29 maí.
Fundi slitið klukkan 21:00.