Stjórnarfundur 17. febrúar 2025

Hverfisráð Önundarfjarðar Fundur haldinn á Bryggjukaffi 17. febrúar 2025 kl 17:00

Mættar Sigríður Anna Emilsdóttir, Steinunn Ása Sigurðardóttir og Sunna Reynisdóttir.

Umferðaröryggi, samantektir frá Guðmundi Björgvinssyni. Ákveðið að lesa betur og raða eftir forgangi áður en sent verður áfram til Ísafjarðarbæjar og jafnvel fjórðungssambands Vestfjarða.

Samkomuhúsið. Í framhaldi af bókunum sem send var eftir síðasta fund hafa Sunna og Steinunn átt fund með Sigríði Júlíu 22. janúar s.l. fyrir hönd Hverfisráðs og Leikfélags Flateyrar og eiga annan fund fimmtudaginn 20. febrúar n.k. Næstu skref verða ákveðin eftir fundinn með Sigríði Júlíu.

Gangstéttaráætlun, við teljum ekki nauðsyn að gera gangstéttar við Melagötu þar sem eru ekki íbúar og almennt lítil umferð gangandi vegfarenda. Við leggjum til að um leið og Brimnesvegurinn verður malbikaður verði það gert þannig að malbikað verði alveg upp að sjóvarnargarði og merkt með hvítum línum fyrir hjólabraut og gangandi og nóg að hafa öðrum megin vegar. Við teljum að færa megi í forgang eitt að laga það sem er farið að láta á sjá og orðið hættulegt og nefnum þar sem dæmi gangstéttar við Grundarstíginn.

Íþróttahúsið, á síðasta fundi ræddum við að senda bréf útaf ýmsu er varðar íþróttahúsið á Flateyri en ákváðum að senda fyrst fyrirspurn á Skóla-íþrótta og tómstundanefnd.

Aðalfundur, þar sem hann hefur enn ekki verið haldinn og við öll kosin til tveggja ára, þ.e. til ágúst 2025 er lagt til að fundur falli niður en aðalfundur verði haldinn í ágúst 2025 og greinargerð um störf Hverfisráðs verði gerð í vor.

Íbúafundur í apríl vegna Þjónustustefnu sem sveitarfélögum ber nú skylda til að gera og uppfæra í sambandi við fjárhagsáætlun. Hverfisráð ræðir betur um þjónustustefnuna á næsta fundi.

Staðaraugað, fundur með Kristjáni Andra og Sighvati í mars um útfærslu á staðarauganu fyrir Flateyri.

Höfnin- Vegagerð búin að viðurkenna galla, áætlað að fara í viðhaldi 2027.

Byggðakvótinn, sérreglur afgreiddar á 547. fundi bæjarstjórnar á morgun 18. febrúar. Við sendum formlega á bæjarstjóra fyrir fundinn okkar álit um að löndunarskylda verði út þetta fiskveiðiár og síðan endurmetið.

Önnur mál, eftirfarandi málum var frestað á síðasta fundi en rædd núna: Girðingar þarf að laga, við getum ekki farið inn í annað sumar með rollur valsandi um allt þorpið. Setjum það í framkvæmdaáætlun. Ljósastaurar við Brimnesveg, bilunin er ennþá. Þarf að grafa nýjan streng. Fyrirspurn frá fjarnema um aðstoð Hverfisráðs við að finna út úr því hvort hægt er að fá aðstöðu til að læra í. Sendum fyrirspurn á nýjan framkvæmdastjóra Skúrarinnar.

Fundi slitið kl 19:00, fundarritari Sunna Reynisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?