Stjórnarfundur 11. febrúar 2025
Hverfisráð Önundarfjarðar, fundur haldinn 11. febrúar að Drafnargötu kl 20:00
Stuttur fundur vegna opins fundar sem boðað hefur verið til föstudaginn 12. febrúar kl 12:00, um sérreglur varðandi byggðakvóta.
Spurningin er hvort eigi að vera löndunarskylda í byggðarlaginu sem kvóta er úthlutað til eða innan sveitarfélags.
Mætt : Guðmundur Björgvinsson, Steinunn Ása Sigurðardóttir, Sigurður Grétar Jökulsson og Sunna Reynisdóttir.
Rætt var fram og til baka um hvernig hag Flateyrar væri best borgið í þessu máli. Þrjú okkar komast á fundinn á föstudaginn og ætlum við að rökstyðja þá kröfu að löndunarskylda verði á Flateyri. Vinnsluskylda er hins vegar ekki krafa frá okkur þar sem engin vinnsla er fyrir á staðnum.
Í framhaldi af umræðunum langar okkur að vita hvers vegna tókst ekki að veiða allan byggðakvóta Flateyrar síðasta ár.
Fundarritari Sunna Reynisdóttir