Stjórnarfundur 10. október 2023

Fundur stjórnar Hverfaráðs Önundarfjarðar haldinn á Bryggjukaffi 10. október 2023 kl. 17:30

Mætt voru Hrefna Valdimarsdóttir, Sigurður Jökull Grétarsson, Ívar Kristjánsson, Sigríður Anna Emilsdóttir og Sunna Reynisdóttir aðalmenn í stjórn og Guðmundur Björgvinsson og Steinunn Ása Sigurðardóttir varamenn. 

Umræðuefni fundarins var framkvæmdalisti til að senda á Ísafjarðarbæ vegan framkvæmdaáætlunar 2024-2034

Fyrir fundinn var búið að skiptast á hugmyndum í tölvupósti og í facebookhópi stórnarinnar.

Ýmsar hugmyndir stórar og smáar komu fram. Ákveðið var að setja forgangsröðunina þannig upp að öryggi yrði í fyrsta sæti og þá allra fremst það sem snýr að börnunum. Einnig er okkur umhugað að bæta og lagfæra það sem við þegar höfum og leggja áherslu á umhirðu víða í þorpinu og nágrenni.

Listinn:

Öryggi

Leikskólalóðina þarf að endurnýja, sem allra fyrst. Er komin á framkvæmdaáætlun er þyrfti að flýta.

Sinna þarf viðhaldi á skólahúsum leik og grunnskóla.

Laga þarf umferðarskilti og götumerkingar og bæta við þar sem vantar. T.d. vantar botnlangamerki á Unnarstíg. Laga þarf merkingar á horni Túngötu og Hafnarstrætis. Víða eru merkin lág og hætta á að rekast í þau.

Setja upp skilti sem bannar akstur annarra en þeirra sem eru í hjólastól inn í A ið

Bæta þarf við götulýsingu frá horninu á Brimnesvegi og Tjarnargötu og fram að enda snjóflóðavarnargarða (enda Ólafstúns).

Skoða þarf sjóvarnargarðinn en hann hefur aflagast heilmikið í sjógangi undanfarinna ára. Er hann tryggur ennþá, margir fara um hann til að njóta útsýnisins út fjörðinn. Ef hann er varasamur á einhverjum
stöðum þyrfti að merkja þá og síðan lagfæra. 

Eftir sjóganginn um daginn þá þarf að huga að sjávarrofi við Hafnarstrætið og með hvaða hætti hægt væri að halda sem mest í eðlilegt fjöruborð og grundina þarna, tillaga um hugmyndaflug og skipulag,
einskonar samkeppni heima fyrir, með aðstöðu fyrir kajaka og litla báta, smábryggju eða hvaðeina sem fólki gæti dottið í hug. Væri möguleiki á að þvergarður sem kæmi skáhallt, myndi verja grundina og
Hafnarstrætið?

Viðhald gatna og göngustíga

Malbika þarf götur eftir reglulegu skipulagi, nú eru Brimnesvegur og Tjarnargata þær sem verst eru farnar en margar aðrar farnar að láta á sjá. 
Innan við sjóvarnargarðinn við Brimnesveg er mjög ósnyrtilegt vegna lúpínu, best væri að malbika veginn í fullri breydd.

Lagfæra þarf göngustíginn á milli Drafnargötu 4 og 6 (Hrannargata). Hann er orðinn hættulegur í myrkri, gróður úr sér vaxinn og hellur aflagaðar. Þyrfti að fjarlægja tré, laga hellur og bæta lýsingu.

Laga mætti göngustíg frá Vallargötu að Brimnesvegi, Hreiðurstígurinn.

Skipta þarf út ruslafötum sem eru ljótar eða ónýtar. Möguleiki að mála þær ljótu.

Minningargarðurinn:

Laga/hækka aparóluna

Bæta við fleiri leiktækjum t.d. rólum

Hjólabrautin:

Fara í frekari framkvæmdir. Heyra í krökkunum sem eru farin að nota brautina og laga hana til og fá þeirra hugmyndir um hverju ætti að bæta við.

Borð og bekkir:

Fá bekk og borð á Oddann rétt við landtöku Sæunnarsunds, setja bekk yst á Oddann þar sem brimvarnargarðurinn lækkar þannig hægt sé að njóta útsýnisins.

Sláttur:

Ráðast á alla lúpínu og kerfil innan bæjarmarka. Slá og hirða um útivistarsvæðið inni í A-inu (Merarhvammur) og lagfæra leiktækin þar. Hirða betur um Jóhönnulundinn, í kringum kirkjuna o.fl. Láta gróður ekki ná yfirhöndinni aftur þegar nýju varnargarðarnir verða gerðir.

Sparkvöllurinn:

Bera á grindverk.

Laga net í mörkum.

Aðstaða fyrir ferðamenn (og heimamenn)

Þvottaplan fyrir bíla og einnig að geta fengið loft í dekk. Vantar eftir að N1 lokaði. Þarf að huga að frárennslislögn. Möguleg staðsetning við höfnina.

Vantar aðstöðu til að losa ferðasalerni. Möguleg staðsetning við væntanlega skólphreinsistöð á Oddanum.

Hreinlætisaðstaða við tjaldsvæði, heitt vatn, sturtur.

Holtsbryggjan:

Setja upp hreinlætisaðstöðu og vatn fyrir þá sem sækja fjöruna heim, setja borð og bekki. Fjöldi þeirra sem sækja fjöruna heim hefur margfaldast.

Kamburinn:

Gera færanlegar tröppur/palla sem geta staðið við sjóvarnargarðinn á sumrin, til að gera upp og niðurgöngu öruggari, sum kvöld í sumar voru 50-60 manns sitjandi á grjótinu að njóta sólarlags og
náttúrufegurðar. Möguleg viðbót við útsýnispallinn sem er styrkumsóknarferli.

Önnur mál sem rædd voru á fundinum:
Fjölmargar lagfæringar á umhverfi og göngustígum munu fylgja endurbótum á ofanflóðavörnum og þurfum við að fylgjast náið með þeirri framkvæmd, minni á endurheimt votlendis með gerð tjarnar utan
við Innri-Bæjarhrygg. Göngustíg með Sólbakkalóni, söguskilti um athafnalíf við Sólbakka gæti verið viðbótarverkefni.

Hvað er að frétta af snjóflóðavörnunum? Búið að kaupa stál en útboðsgögn eru ekki klár.

Rætt um að fá rúllu af gervigrasi af fótboltavellinum á Ísafirði til að gera teiga fyrir frisbeegolfvölliinn.

Rætt um tré sem verða færð vegna framkvæmda við snjóflóavarnargarðinn. Hvað verður um þau? Skógræktarfélagið hefur verið endurvakið og hugar sennilega að því.

Ýmsar gönguleiðir, stikun, göngustígar og söguskilti, t.d Mosdal, Kálfeyri, Strompinn á Hólsnesi, meiri upplýsingar um Klofningsheiði. Möguleiki að sækja um styrki.

Varðandi Holtsbryggju, þá er eitthvert ferli komið af stað að laga veginn að bryggju og koma rafmagni þangað og ljósum á bryggjuna, öryggismál, stiga ofl. sem þarf að vera í góðu lagi öryggis vegna.

Fundi slitið kl. 19:00

Fundarritari Sunna Reynisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?