Hátíðarnefnd - 5. fundur - 2. febrúar 2016
Dagskrá:
1. |
Sýningar og söfn í tengslum við kaupstaðarafmæli - 2015090060 |
|
Farið verður yfir sýningarmuni sem tengjast 150 ára kaupstaðarafmælinu. |
||
Jón Sigurpálsson gerði grein fyrir þeim sýningum sem gert er ráð fyrir að settar verði upp í tilefni af 150 ára kaupstaðarafmælinu, jafnframt voru ræddar hugmyndir að frekari sýningum. |
||
|
||
Gestir |
||
Jón Sigurpálsson - 08:10 |
||
|
||
|
||
2. |
Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060 |
|
Farið er yfir þau verkefni sem liggja fyrir nefndinni vegna skipulagningar hátíðarhalda 150 ára kaupstaðarafmælisins í sumar. |
||
Nefndin skipti með sér verkum vegna hátíðardagskrár 14.-17. júlí nk. og setti upp beinagrind að dagskrá. |
||
|
||
3. |
Leiksýning - Litli leikklúbburinn 2016 - 2016010058 |
|
Lagt er fram bréf Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns Litla leikklúbbsins, dags. 17. janúar sl., varðandi leiksýningu félagsins í tilefni af 50 ára afmæli leikklúbbsins. |
||
Hátíðarnefnd þakkar erindið og telur ekkert nema sjálfsagt að Litli leikklúbburinn auglýsi leikritið Rauðhetta í tengslum við stórafmæli Ísafjarðarbæjar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:28
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Jónas Þór Birgisson |
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Inga Steinunn Ólafsdóttir |
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |