Hátíðarnefnd - 1. fundur - 8. september 2015

Árið 2015, þriðjudaginn 8. september kl. 8:00, kom hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 ára kaupstaðarafmæli Ísafjarðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

 

Fundinn sátu: Nanný Arna Guðmundsdóttir, formaður hátíðarnefndar, Jónas Þór Birgisson, Kristján Andri Guðjónsson, Inga S. Ólafsdóttir, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir. Jóna Símonía Bjarnadóttir var fjarverandi.

 

Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari.

 

Þetta var gert:

 

1.      Rætt um dagsetningu hátíðar og staðsetningu.

Hátíðarnefndin leggur til við bæjarráð að hátíðardagskrá afmælisárs Ísafjarðarbæjar og Ísafjarðar veðri 14.-17. júlí 2016. Hátíðarhöld yrðu jafnframt í aðdraganda helgarinnar í sem flestum byggðakjörnum sveitarfélagsins.

 

2.      Hátíðarhöld

Ræddar voru ýmsar tillögur og hugmyndir að hátíðarhöldum. Hátíðarnefnd felur bæjarritara og upplýsingafulltrúa að hafa samband við félagasamtök og hverfisráð þegar dagsetning hefur verið samþykkt og leita eftir hugmyndum að því hvernig haldið yrði upp á afmælisárið.

 

3.      Fundarhöld

Hátíðarnefnd áætlar að haldnir verði 6 fundir í nefndinni á árinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 09:17.

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

Inga S. Ólafsdóttir 

Kristján Andri Guðjónsson

Hálfdán Bjarki Hálfdánsson

Jónas Þór Birgisson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?