Hafnarstjórn - 182. fundur - 8. desember 2015

Sigurður Hafberg er fjarverandi vegna ófærðar sem og varamaður hans einnig vegna ófærðar.

 

Dagskrá:

1.  

Mávagarður Áhættuþáttagreining - 2015120018

 

Fyrir fundinum liggur samantekt Fannars Gíslasonar hjá hafnamálasviði Vegagerðar ríkisins á helstu áhættuþáttum er varða öryggi þess að taka skip að bryggju á Mávagarði við núverandi aðstæður.

 

Hafnarstjórn þakkar fyrir vel gerða skýrslu sem undirstrikar mikilvægi þess að verkefnið verði klárað sem fyrst svo mannvirkið komist í fulla notkun og að öryggi þess að taka skip að Mávagarði verði tryggt.

 

   

2.  

Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 - 2013060031

 

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 378 og 379 stjórnarfunda hafnasambands Íslands.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Umhverfismál á hafnarsvæði - 2006050063

 

Umhverfismál 2016.

 

Rætt var um hvernig staðið verði að umhverfisátaki á hafnarsvæði 2016. Rætt var um að þeim sem eiga hluti eða eignir á Suðurtanga verði gert viðvart með bréfi með góðum fyrirvara. Hafnarstjóra falið að gera áætlun fyrir umhverfisátakið sem verður lagt fyrir á næsta fundi hafnarstjórnar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:00

 

Kristján Andri Guðjónsson

 

Jóna Benediktsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Hafdís Gunnarsdóttir

Marzellíus Sveinbjörnsson

 

Gísli Halldór Halldórsson

Guðmundur M Kristjánsson

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?