Hafnarstjórn - 176. fundur - 6. janúar 2015
Dagskrá:
1. |
2013060031 - Hafnasamband Íslands - Ýmis erindi og fundargerðir 2013-2015 |
|
Lögð fram fundargerð 170. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 11. desember sl. |
||
Fundargerðin lögð fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
2014080027 - Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015 |
|
Lögð fram tillaga, ásamt greinargerð, að nýjum gjaldalið er varðar breytingar á reglugerð Umhverfisstofnunar, þar sem höfnum er gert skylt að rukka fyrir móttöku á úrgangi og farmleifum af skipum. |
||
Hafnarstjórn samþykkir að taka upp nýtt gjald sem varðar móttöku á sorpi og farmleifum frá skipum. |
||
|
||
3. |
2014080027 - Gjaldskrá hafna Ísafjarðarbæjar 2015 |
|
Lögð fram tillaga hafnarstjóra um breytingu á orðalagi í 1. flokki vörugjalda, og einnig tillaga um gjaldtöku af fiskeldiskvíum sem geymdar eru í höfnum. |
||
Hafnarstjórn samþykkir tillögur hafnarstjóra með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
Kristján Andri Guðjónsson |
|
Jóna Benediktsdóttir |
Sigurður Jóhann Hafberg |
|
Daníel Jakobsson |
Hafdís Gunnarsdóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Guðmundur M Kristjánsson |
|
Hjördís Þráinsdóttir |
|
|
|