Hafnarstjórn - 169. fundur - 20. desember 2013
1. Erindi frá Hafnasambandi Íslands. 2011-01-0034.
Fyrir fundinum liggur bréf frá Atvinnuvega og Nýsköpunnarráðuneytinu dagsett 13. desember sl., þar sem Hafnasambandið óskar umsagnar vegna fyrirhugaðra breytinga á vigtarreglugerð.
Hafnarstjórn tekur vel í þær tillögur sem fyrir liggja og telur þær vera til hagsbóta fyrir hafnirnar og auðveldi alla vinnu við vigtun sjávarafla. Hafnarstjórn leggur áherslu á að gæði sjávarafla verði ekki skert vegna þessara breytinga.
2. Akstursleið Gámalyftara milli hafnarsvæða. 2011-01-0034.
Fyrir fundinum liggur minnisblað hafnarstjóra eftir fund með Hlyni Snorrasyni, yfirlögregluþjóni Vestfjarðarumdæmis.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að skrifa erindi til umhverfisnefndar í samræmi við umræður á fundinum með tilvísun í minnisblað hafnarstjóra. Hafnarstjórn leggur áherslu á að umferðaröryggi verði ekki skert vegna hugsanlegra breytinga á aðkomuleiðum að Ásgeirsgötu.
3. Fundargerð 361. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands.
Fundargerð 361. stjórnarfundar sem haldinn var 13. desember sl.
Lagt fram til kynningar.
4. Önnur mál.
Fyrir fundinum liggur samþykkt fjárhagsáætlun ásamt rekstrar- og efnahagsreikningi og greinargerð.
Fleira ekki gert fundi slitið klukkan 18:30.
Gísli Jón Kristjánsson.
Ragnar Kristinsson
Marzellíus Sveinbjörnsson
Sigurður Hafberg
Kolbrún Sverrisdóttir
Guðmundur M Kristjánsson