Hafnarstjórn - 164. fundur - 5. mars 2013
1. Skábraut á Ísafirði. 2012-01-0001.
Erindi sem var frestað frá síðasta fundi er varðar verkefni á Samgönguáætlun og framkvæmdaáætlun hafnarinnar 2013. Fyrir liggur tillaga frá formanni hafnarstjórnar varðandi staðsetningu á skábrautinni nyrst við Ásgeirsbakka á Ísafirði.
Hafnarstjórn samþykkir, að leggja það til við Siglingastofnun, að hefja undirbúning á að skábraut verði byggð við enda Ásgeirsbakka við hliðina á Gamla olíumúla. Gæta skal sérstaklega að því að skábrautin verði það löng að hallinn verði ekki til trafala vegna upptöku eða sjósetningar báta.
2. Fundargerð Hafnasambands Íslands.
Lögð fram fundargerð 354. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands, sem haldinn var 15. febrúar síðastliðinn.
Lögð fram til kynningar.
3. Önnur mál.
Hafnarstjórn fagnar frumkvæði Samskipa að hefja strandsiglingar og óskar þeim velfarnaðar.
Rætt um öryggismál og ástand bjarghringja.
Rætt var um að gera áætlun um styrkingu skútuflotbryggju, sem staðsett er við Gamla olíumúla, Ísafirði.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 12:55.
Gísli Jón Kristjánsson, formaður.
Guðfinna Hreiðarsdóttir.
Marzellíus Sveinbjörnsson.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.