Hafnarstjórn - 159. fundur - 17. apríl 2012

Dagskrá:

 

1.      Úttekt á starfsemi hafna Ísafjarðarbæjar. 2011-08-0013.                                             

Skýrsla Haraldar L Haraldssonar liggur fyrir fundinum og til umræðu er  kaflinn um hafnir Ísafjarðarbæjar.

Hafnarstjórn vill undirstrika að vegna athugasemda er varða bakvaktir starfsmanna að þá eru vaktir starfsmanna skipulagðar samkvæmt gildandi kjarasamningum og verður ekki séð að hægt verði að hnika mikið þar til nema að skilgreint verði annað þjónustustig hafnarinnar, sem myndi þá kalla á skerta þjónustu við viðskiptavini. Hafnarstjórn bendir einnig á að við hvert útkall starfsmanna koma tekjur á móti.

Hafnarstjórn vill að auglýst verði starf sumarstarfsmanns á Flateyri vegna fyrirsjánlegrar aukningar á bátum, sem eru væntanlega að koma þar í viðskipti. Lagt er til að reynt verði að hafa það á sömu forsendum og á Suðureyri og Þingeyri.

               

Önnur mál.

2012-04-0040  Hafnarstjórn  leggur til að tekið verði til skoðunar að byggt verð bátaskýli á Sundahafnarsvæðinu, sem leigt verði út sem geymslupláss fyrir smábáta á veturna og gæti hugsanlega nýst sem markaðstorg yfir sumartímann þegar skemmtiferðatraffíkin er í hámarki.

 

Fleira ekki gert fundislitið kl. 13:15.

 

Gísli Jón Kristjánsson.                                             

Guðfinna Hreiðarsdóttir.

Marzellíus Sveinbjörnsson.                                       

Kolbrún Sverrisdóttir.

Guðmundur M Kristjánsson.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?