Hafnarstjórn - 157. fundur - 12. desember 2011

1.      Erindi frá Siglingastofnun, dýpkun Sundanna á Ísafirði.            2010-12-0044.                        

Skýrsla frá Siglingastofnun dagsett 23.nóvembers sl., er varðar nokkrar útfærslur á dýpkun í Sundunum á Ísafirði. Skýrslan er unnin af Pétri Sveinbörnssyni, sérfræðingi Siglingastofnunar.

Hafnarstjórn þakkar fyrir vel unna skýrslu. Hafnarstjóri skýrði frá þeirri þróun, sem er í stærð skemmtiferðaskipa er koma til Ísafjarðar og þeim bókunum sem fyrir liggja næstu 2 ár fram í tímann.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum  til að koma því í farveg.

 

2.       Þjónustuhús á hafnarsvæði á Suðureyri.  2011-11-0058.                        

Erindi frá Jóni Svanberg Hjartarsyni fh. Hvíldarkletts ehf., varðandi byggingu þjónustuhúss á hafnarsvæðinu á Suðureyri.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðarvalið á framkominni tillögu, en gerir kröfur um, að nákvæmari staðsetning og framkvæmd á verkefninu verði unnið í samstarfi við hafnarstjóra.

 

3.      Gjaldskrá fyrir hafnir Ísafjarðarbæjar 2012. 2011-11-0019.

Viðbótartillögur hafnarstjórnar varðandi gjaldskrárliði fyrir árið 2012, er varðar stöðuleyfi vinnuskúra á hafnarsvæði.

Hafnarstjórn gerir tillögu um að sett verði í 11 gr. gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar, viðbótarákvæði um að stöðuleyfi vinnuskúra á hafnarsvæðum verði kr. 14.278.- á fermetra á ári, sem er viðmiðunargjald Ísafjarðarbæjar, en gefinn verði 50% afsláttur árið 2012 til aðlögunar og verður það endurskoðað fyrir næstu gjaldskrárákvörðun.

   

4.      Uppsátur á Þingeyri. 2011-12-0027.

Erindi frá Þorvaldi Jóni Ottósyni, þar sem óskað er leyfis til að taka upp bát, til viðgerða, í fjöruna á Þingeyri.

Hafnarstjórn hafnar erindinu en bendir á, að almennt séu skip tekin til viðhalds í upptökumannvirkjun.

 

5.      Önnur mál.

a.         Rætt er um sölu dráttarbrautar og hvernig það mál stendur. Ákveðið er að afla        frekari    upplýsinga um máið. Marzellíus Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið. 2010-06-0074.

b.         Rætt var um hugmyndir vegna flotbryggjuaðstöðu á Pollinum á Ísafirði.

 

Fleira ekki gert og fundinum slitið kl. 13:15.

 

Gísli Jón Kristjánsson, formaður.

Guðfinna Hreiðarsdóttir.                                                      

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Kristján Andri Guðjónsson.                                                  

Kolbrún Sverrisdóttir.            

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?