Hafnarstjórn - 146. fundur - 17. maí 2010


Mætt eru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Gísli Jón Kristjánsson, Kristján Andri Guðjónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð. Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs situr fundinn.



 



1. Rekstrarreikningur Hafnarsjóðs 2009.


Erindi frá hafnarstjóra þar sem lagður er fram rekstrareikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2009. Þar koma fram helstu kennitölur rekstar hafnarsjóðs. Heildartekjur kr. 111.804.356.-, afskriftir kr. 16.293.935.-, fjámagnsgjöld. kr. 33.796.281.- og niðurstöðu rekstrar kr. -20.357.854.-.


Lagt fram til kynningar en hafnarstjórn hefur áhyggjur af efriðri stöðu hafnarsjóðs.



 



2. Fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014.  2010-01-0083


Erindi frá Siglingastofnun dags. 23. apríl sl., þar sem siglingastofnun samkvæmt lögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr. 28/1997, óskar eftir að gerð verði áætlun hafnarinnar um hafnar- og sjóvarnarframkvæmdir með tilvísun um framlag ríkissjóðs í væntanlegar framkvæmdir.



Hafnarstjórn ákveður að sækja um fé til nýframkvæmda í sjóvörnum á Mávagarði og Pollinum á Ísafirði, dýpkun í Sundunum á Ísafirði og til viðgerða á hafskipakanti á Flateyri. Hafnarstjóra og sviðsstjóra tæknideildar Ísafjarðarbæjar falið að útfæra umsóknir samkvæmt þeim reglum sem þar um gilda.



 



3. Úrdráttur úr skýrslu BREA & Peter Wild.


Erindi frá Hafnasambandi Íslands, samanteknar niðurstöður skýrslu sem BREA & Peter Wild gerðu fyrir sambandið varðandi efnahagsleg áhrif af komum skemmtiferðaskipa til Íslands.


Hafnarstjórn þakkar góða skýrslu. Niðurstöðu könnunarinnar sýna að á þessum stöðum hafa farþegar og áhafnir verslað fyrir samtals 2,5 milljarða króna, sem eru bein efnahagsleg áhrif af komum skipanna til þessara staða árið 2009.



 



4. Mávagarður á Ísafirði, nýframkvæmd 2010.


Erindi frá hafnarstjóra og bréf Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns hafnarsviðs Siglingastofnunnar Íslands, er varðar útboð á hafnargerð á Mávagarði á Ísafirði. Einnig fylgir erindinu yfirlitsmynd stofnunarinnar á framkvæmdinni.


Hafnarstjóri skýrði frá því að verkið færi í útboð með auglýsingu sunnudaginn 23. maí n.k. Einnig að tæknideild Ísafjarðarbæjar mun fara í verðkönnun á færslu á núverandi varnargarði vegna landbyggingar fyrir olíubyrgðastöð á Mávagarði.



 



5. Cruise Europe.


Fundargerð aðalfundar Cruise Europe sem haldinn var í Amsterdam dagana 27. ? 29. apríl 2010.


Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn lýsir ánægju með að Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, hafi verið kjörinn í stjórn Cruise Europe.



 



6. Seatrade Europe 2010.


Erindi frá hafnarstjóra vegan Seatrade Europe, sem haldin verður í Frakklandi 29. nóvember til 3. desember 2010.


Hafnarstjórn ákveður að taka þátt í ráðstefnunni.





7. Dráttarbrautin í Suðurtanga á Ísafirði.


Erindi frá Skipanausti ehf., Ísafirði, varðandi viðræður um kaup á dráttarbrautinni í Suðurtanga. Í bréfinu kemur fram að Skipanaust ehf. hefur reynt að nota dráttarbrautina undanfarin ár, en eins og staðan er í dag þá þarfnast brautin mikilla endurbóta.


Hafnarstjórn telur að það eigi að selja dráttarbrautina og hún verði auglýst til sölu.





8. Bréf Fiskistofu, umsögn um starfsleyfi vegan fiskeldis  2010-05-0026


Erindi frá bæjarráði varðandi umsókn frá GJK um rekstarleyfi vegna fiskeldis. Í bréfinu kemur fram að leyfilegt framleiðslumagn verði allt að 199 tonn. Sótt er um að kvíar verði á Hnífsdalsvík.


Gísli Jón Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.


Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðsetningu eldiskvía á Hnífsdalsvík. Gæta skal þess að kvíanar verði þannig útbúnar að þær verði auðkenndar á viðunandi hátt.


 


9. Önnur mál


Hafnarstjóri skýrði frá því að Björn Jóhannsson, Ísafirði, hefði verið ráðinn hafnsögumaður. Hafnarstjórn býður Björn velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.



 



Svanlaug Guðnadóttir, formaður hafnarstjórnar, þakkaði hafnarstjórnarmönnum fyrir vel unnin störf í hafnarstjórn undanfarin fjögur ár, þar sem þetta er síðasti fundur núverandi hafnarstjórnar.



 



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00.



 



Svanlaug Guðnadóttir, formaður



Gunnar Þórðarson


Gísli Jón Kristjánsson



Kristján Andri Guðjónsson


Lilja Rafney Magnúsdóttir


Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri



Er hægt að bæta efnið á síðunni?