Hafnarstjórn - 146. fundur - 17. maí 2010
Erindi frá hafnarstjóra þar sem lagður er fram rekstrareikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2009. Þar koma fram helstu kennitölur rekstar hafnarsjóðs. Heildartekjur kr. 111.804.356.-, afskriftir kr. 16.293.935.-, fjámagnsgjöld. kr. 33.796.281.- og niðurstöðu rekstrar kr. -20.357.854.-.
Lagt fram til kynningar en hafnarstjórn hefur áhyggjur af efriðri stöðu hafnarsjóðs.
Erindi frá Siglingastofnun dags. 23. apríl sl., þar sem siglingastofnun samkvæmt lögum nr. 61/2003 og lögum um sjóvarnir nr. 28/1997, óskar eftir að gerð verði áætlun hafnarinnar um hafnar- og sjóvarnarframkvæmdir með tilvísun um framlag ríkissjóðs í væntanlegar framkvæmdir.
Erindi frá Hafnasambandi Íslands, samanteknar niðurstöður skýrslu sem BREA & Peter Wild gerðu fyrir sambandið varðandi efnahagsleg áhrif af komum skemmtiferðaskipa til Íslands.
Hafnarstjórn þakkar góða skýrslu. Niðurstöðu könnunarinnar sýna að á þessum stöðum hafa farþegar og áhafnir verslað fyrir samtals 2,5 milljarða króna, sem eru bein efnahagsleg áhrif af komum skipanna til þessara staða árið 2009.
Erindi frá hafnarstjóra og bréf Sigurðar Áss Grétarssonar, forstöðumanns hafnarsviðs Siglingastofnunnar Íslands, er varðar útboð á hafnargerð á Mávagarði á Ísafirði. Einnig fylgir erindinu yfirlitsmynd stofnunarinnar á framkvæmdinni.
Hafnarstjóri skýrði frá því að verkið færi í útboð með auglýsingu sunnudaginn 23. maí n.k. Einnig að tæknideild Ísafjarðarbæjar mun fara í verðkönnun á færslu á núverandi varnargarði vegna landbyggingar fyrir olíubyrgðastöð á Mávagarði.
Fundargerð aðalfundar Cruise Europe sem haldinn var í Amsterdam dagana 27. ? 29. apríl 2010.
Lagt fram til kynningar. Hafnarstjórn lýsir ánægju með að Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, hafi verið kjörinn í stjórn Cruise Europe.
Erindi frá hafnarstjóra vegan Seatrade Europe, sem haldin verður í Frakklandi 29. nóvember til 3. desember 2010.
Hafnarstjórn ákveður að taka þátt í ráðstefnunni.
Erindi frá Skipanausti ehf., Ísafirði, varðandi viðræður um kaup á dráttarbrautinni í Suðurtanga. Í bréfinu kemur fram að Skipanaust ehf. hefur reynt að nota dráttarbrautina undanfarin ár, en eins og staðan er í dag þá þarfnast brautin mikilla endurbóta.
Hafnarstjórn telur að það eigi að selja dráttarbrautina og hún verði auglýst til sölu.
Erindi frá bæjarráði varðandi umsókn frá GJK um rekstarleyfi vegna fiskeldis. Í bréfinu kemur fram að leyfilegt framleiðslumagn verði allt að 199 tonn. Sótt er um að kvíar verði á Hnífsdalsvík.
Gísli Jón Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við staðsetningu eldiskvía á Hnífsdalsvík. Gæta skal þess að kvíanar verði þannig útbúnar að þær verði auðkenndar á viðunandi hátt.
9. Önnur mál
Hafnarstjóri skýrði frá því að Björn Jóhannsson, Ísafirði, hefði verið ráðinn hafnsögumaður. Hafnarstjórn býður Björn velkominn til starfa og óskar honum velfarnaðar í starfi.
Gísli Jón Kristjánsson
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri