Hafnarstjórn - 143. fundur - 24. nóvember 2009
Mættir: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Gunnar Þórðarson, Kristján Andri Guðjónsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Þorskeldi Álfsfells í Skutulsfirði, - Umsagnarbeiðni. (2009-10-0061).
Lagt fram bréf dags. 27. október 2009, frá Þóroddi F. Þóroddssyni hjá Skipulagsstofnun, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um hvort og á hvaða forsendum, þorskeldi Álfsfells ehf. fyrir allt að 900 tonnum á ári skuli háð mati á umhvefisáhrifum.
Hafnarstjórn telur framkvæmdina ekki háða mati á umhverfisáhrifum en bendir á reglugerð um eldi nytjastofna sjávar nr. 238/2003. Þá bendir hafnarstjórn á að kvíarnar megi ekki hefta innsiglingaleið skipa.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vitagjald.
Lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um vitagjald nr. 132/1999. Í 2. gr. segir, ?a. Í stað fjárhæðarinnar ?kr. 78,20 ? kemur: kr. 156,50 b. Í stað fjárhæðarinnar ?kr.3.500.- ? kemur: kr. 4.900.-? Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að hækkunin sé í samræmi við þróun gengisbreytinga og hækkun neysluverðsvísitölu Frá ársbyrjun 2002 til febrúar 2009 hefur neysluverðsvísitalan hækkað um 39 % og evra um 100 %.
Hafnarstjórn lýsir yfir áhyggum af svo mikilli hækkun á gjaldtöku og telur að hækkunin sé komin út yfir allt velsæmi. Eðlilegt væri að hækka gjaldið í samræmi við neysluverðs-vísitölu eða um 39 % en ekki 100 % eins og gert er ráð fyrir.
3. Drög að reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla.
Lögð fram drög að reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla.
Hafnarstjórn tekur heilshugar undir 4. lið fundargerðar Hafnasambands Íslands nr. 324, þar segir m.a. ?Hafnasambandið hefur haft verulegar athugasemdir við þá þróun, að höfnum landsins hefur jafnt og þétt verið falin meiri ábyrgð og aukin verkefni við eftirlit með lögum um stjórn fiskveiða án þess að tillit hafi verið tekið til hagsmuna hafnanna. Jafnframt hefur framkvæmd vigtunar orðið kostnaðarmeiri fyrir hafnirnar, án þess að eðlileg þóknun hafi fylgt frá ríkinu. Flestar hafnir landsins eiga við mikinn rekstrarvanda að stríða og því verður ekki unað við það lengur að auknum kostnaði við eftirlit með fiskveiðum sé velt yfir á hafnarsjóðina.
Stjórn Hafnasambands Íslands andmælir harðlega, að enn einu sinni eru uppi hugmyndir um breytingar á reglugerð um vigtun sjávarafla án þess að samráð sé haft við hafnasambandið. Stjórnin óskar því eftir fundi með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til þess að fara yfir þessi mál í því skyni að komið verði til móts við eðlilegar kröfur hafnanna í þessum efnum.?
4. Fundargerð 324. fundar Hafnarsambands Íslands.
Lögð fram fundargerð 324. fundar Hafnarsambands Íslands frá 2. nóvember 2009.
Lagt fram til kynninar.
5. Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2010. (2009-09-0021)
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að eftirfarandi verði bætt við í gjaldskrá Ísafjarðarhafnar.
Aflagjald; 1,5 % af heildar aflaverðmæti.
Sjávarafli lagður á land eða í skip á hafnarsvæðinu til vinnslu eða brottflutnings, þ.m.t. fiskur og seiði úr eldiskvíum. Gjaldið reiknast af heildarverðmæti aflans. Seljanda aflans ber að afhenda hafnarstjóra skýrslu um seldan afla um leið og sala hefur átt sér stað, t.d. afrit af aflaskýrslu til Fiskistofu.
Við sölu afla til skyldra aðila skv. 3. mgr. 9. gr. laga nr. 13/1998 um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna skal að lágmarki miðað við skiptaverð verðslagsstofu skiptaverðs. Aflagjaldið fellur í gjalddaga um leið og afla er landað.
Fleira ekki gert, fundarbókun upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:58.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Gunnar Þórðarson.
Gísli Jón Kristjánsson.
Kristján Andri Guðjónsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri framkvæmda- og rekstrarsviðs.