Hafnarstjórn - 138. fundur - 23. desember 2008

Mætt eru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Kristján Andri Guðjónsson aðalfulltrúi var fjarverandi, en Sigurður Hafberg mætti í hans stað. Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri, ritaði fundargerð.



Dagskrá:



1. Gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar 2009.  2008-11-0075.


Tillaga um hækkun gjaldskráa. Lagt er til að gjaldskrár hækki að meðaltali um 10%. Þó verður gerð breyting á einstöku liðum eins og að rafmagnstengigjaldi verður skipt upp í tvo flokka, flotbryggjuflokk og hafskipakantsflokk. Orðið rafmagnstengigjald fellur út og í staðinn komi rafmagnstenglagjald, þar sem viðkomandi gjald skal standa undir endurnýjun og viðhaldi tengla og raflagna. Einnig verður tekið upp farþegagjald á skemmtiferðaskip og farþegabáta svk lögum nr 61/2003. Skemmtiferðaskip skulu borga farþegaskatt fyrir hverja ferð og farþegabátar skila inn farþegagjaldi mánaðarlega. Hækkun á rafmagni til skipa tekur mið af hækkun Orkubús Vestfjarða á milli gjaldskrár 2008-2009 og er 23%, er framvegis uppfærist sjálfkrafa í samræmi við verðskrá OV. Aflagjald, kranagjald og skráningargjald skal vera óbreytt. Gjaldskrá hafnsögubáts skal einnig vera óbreytt eins og hún var samþykkt á 135. fundi hafnarstjórnar.



2. Efnistaka úr Skutulsfirði.


Erindi frá Orkustofnun(framsent af byggingarfulltrúa) dagsett 28/11/2008, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar á umsókn Ásels ehf., til efnistöku í Skutulsfirði.


Hafnarstjórn samþykkir ekki umbeðið erindi fyrr en nánari upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu þess svæðis sem um er rætt. Hafnarstjórn bendir á svæðið í Sundunum til efnistöku.



3. Framkvæmdir á árinu 2009.


Hafnarstjóri gerir tillögu um að farið verði í sjóvarnarframkvæmdir eins og gert er ráð fyrir í Samgönguáætlun þ.e. inn við Sigurðarbúð í Skutulsfirði og sunnan smábátahafnar á Þingeyri. Einnig að gert verði ráð fyrir öðrum framkvæmdum á samgönguáætlun skapist til þess svigrúm vegna fjárhagsstöðu og verði þá skoðað sérstaklega ef til kemur.



4. Seatrade Miami 16.-19.  mars 2009.


Erindi frá hafnarstjóra varðandi árlegu Cruise ráðstefnuna Seatrade í Miami dagana 16. ? 19. mars 2009. Fram kom hjá hafnarstjóra að 29 skemmtiferðaskip eru skráð til hafnar á Ísafirði á næsta ári. Einnig skýrði hafnarstjóri frá Seatrade ráðstefnunni í Feneyjum sem haldin var 9. ? 12. desember sl.


Hafnarstjórn samþykkir, að hafnarstjóri sæki ráðstefnuna.


Fleira ekki gert fundi slitið kl. 15:10.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Gísli Jón Kristjánsson.


Níels Björnsson.      


Sigurður Hafberg.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?