Hafnarstjórn - 136. fundur - 24. júlí 2008

Mætt eru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Níels Björnsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Aðalfulltrúi Gísli Jón Kristjánsson fjarverandi og varamaður hans einnig.





Dagskrá:





1. Hafnarsambandsþing 2008.  2008-01-0072.


Erindi frá Hafnarsambandi Íslands, þar sem boðað er til Hafnarsambandsþings á Hótel KEA á Akureyri dagana 25. og 26. september nk. Fram kemur í fundarboði, að hafnir Ísafjarðarbæjar falla undir fjórða tekjuflokk og  hafa rétt á tveimur fulltrúum, einnig skal tilnefna tvo varamenn.


Hafnarstjórn samþykkir, að aðalmenn á hafnarsambandsþingi verða Svanlaug Guðnadóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir, til vara eru Gísli Jón Kristjánsson og Kristján Andri Guðjónsson.





2. Fjarvigtun á Flateyri. 2008-07-0039. 


Erindi frá hafnarstjóra, þar sem lagt er til að sækja um til Fiskistofu, leyfi til fjarvigtunar á Flateyri. Kemur fram hjá hafnarstjóra að engin fastráðinn starfsmaður hafi verið á Flateyri sl. misseri eða síðan að Fiskvinnslan Kambur hætti störfum, heldur hafi vigtun verið sinnt af starfsmönnum á Ísafirði.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að athuga hvort Fiskistofa er tilbúin til að fara í þetta verkefni, einnig að kanna hvort hugsanlega mætti fá styrk í verkefnið frá AtVest,  Hafnarsambandi Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.





3. Önnur mál.


Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með, að Suðureyrarhöfn skuli vera búin að fá Bláfánavottun, sem er alþjóðleg umhverfisvottun Landverndar. 2007-02-0061.





Hafnarstóri skýrði frá því, að stálið í framkvæmdir á Mávagarði á Ísafirði og í endurbyggingu á Suðureyri, sé væntanlegt til Ísafjarðar með skipi þann 1. ágúst nk. 2006-01-0054.





Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Níels Björnsson.


Kristján Andri Guðjónsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?