Hafnarstjórn - 133. fundur - 25. febrúar 2008

Mætt eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kristján Andri Guðjónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Aðalfulltrúi Gísli Jón Kristjánsson var fjarverandi, en Birkir Einarsson mættur í hans stað. Aðalfulltrúi Níels Björnsson var fjarverandi, en Friðbjörn Óskarsson mætti í hans stað.


Guðmundur M. Kristjánsson ritaði fundargerð.


Dagskrá:



1. Deiliskipulag við Mávagarð.  2006-01-0054.


 Erindi frá umhverfisnefnd dagsett 21. febrúar 2008, er varðar framkomnar tillögur að breytingu  deiliskipulags á Mávagarði við Sundahöfn, unnar af teiknistofunni Eik ehf. á Ísafirði.


 Hafnarstjórn samþykkir framkomar tillögur að breyttu skipulagi.



2. Samgönguáætlun 2009 ? 2012.  2008-01-0043.


 Erindi frá Siglingastofnun dagsett 31. janúar 2008 varðandi endurskoðun samgönguáætlunnar er varðar hafnar- og sjóvarnaráætlun samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003.


 Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til samgönguyfirvalda, að gera þurfi allsherjar úttekt á sjóvörnum á Kambinum (Brimnesvegi) á Flateyri með tilliti til styrkingar til varnar eyrinni á Flateyri. Einnig að farið verði í sjóvarnir við Pollgötu á Ísafirði og fyrir neðan Klofning á Suðureyri.



3. Skoðanir og úttektir Eftirlitsstofnunar EFTA á vettvangi siglingarverndar.  2008-01-0072.


 Erindi frá Hafnasambandi Íslands dagsett 21. janúar 2008  varðandi erindi Siglingastofnunar, þar sem kynnt er framkvæmd EFTA á úttekt aðildarhafna vegna siglingaverndar.


 Lagt fram til kynningar.



4. Áætlaðar komur skemmtiferðaskipa árið 2008.


 Bókanir skemmtiferðaskipa fyrir komandi vertíð árið 2008. Þar kemur fram að 25 skip hafa bókað komu sína til Ísafjarðar. Einnig lítur vel út með bókanir fyrir árið 2009.



5. Seatrade Med Crusi 2008.


 Erindi frá hafnarstjóra þar sem kynnt er ferðakaupstefnan Seatrade Med Cruise, Ferry and Superyacht convention í Feneyjum á Ítalíu 9.-11. desember 2008.


 Hafnarstjórn ákveður að taka þátt í ráðstefnunni í samvinnu við samtökin Cruise Iceland.



6. Önnur mál.


 Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar vill gera athugasemd við nafngift á enska heiti Faxaflóahafna ?Associated Icelandic Ports?.


 Hafnarstjóra falið að koma athugasemdinni á framfæri.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 19:00.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður


Kristján Andri Guðjónsson.     


Lilja Rafney Magnúsdóttir.


Birkir Einarsson.      


Friðbjörn Óskarsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?