Hafnarstjórn - 128. fundur - 11. október 2007
Mættir eru Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Friðbjörn Óskarsson, Kristján Andri Guðjónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.
Gísli Jón Kristjánsson aðalfulltrúi B lista boðaði forföll sem og báðir varamenn hanns.
Þetta var gert:
Í upphafi fundar bauð Svanlaug Guðnadóttir nýskipaður formaður hafnarstjórnar alla viðstadda velkomna til fundar, en þetta er fyrsti fundur hafnarstjórnar sem Svanlaug stýrir.
1. Uppfylling við lón á Suðureyri og lóðir fyrir frístundahús.
Erindi frá bæjarráði varðandi bréf frá Elíasi Guðmundssyni fh. Hvíldarkletts ehf., dagsett 17. september s.l., þar sem vísað er til fyrri umsóknar um lóðir á Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, ásamt hugmyndum um uppbyggingu fyrirtækisins og hafnaryfirvalda.
Hafnarstjórn vill taka fram varðandi þá fullyrðingu, sem kemur fram í bréfinu er varðar losun á uppgreftri úr höfninni, að hann hafi verið losaður í öfugan enda þá bendir hafnarstjórn á að hún óskaði eftir því við umhverfisnefnd hvar mætti losa það efni sem grafið yrði upp, þá benti umhverfisnefnd á þennan stað og þeir 4000 rúmmetrar sem grafnir voru upp voru fluttir á þann stað.
2. Viðlegupláss ferðaþjónustunar Grunnavík ehf.
Erindi frá Jóni Friðriki Jóhannsyni fh. Ferðaþjónustunar Grunnavík ehf., dagsett 2. október 2007, þar sem sótt er um hafnaraðstöðu á Ísafirði fyrir bát fyrirtækisins Ramónu.
Hafnarstjórn leggur til að fyrirtækinu verði úthlutaður staður við Hornstrandarbryggju og aulýsingarskilti og annað verði sett upp í samráði við hafnarstarfsmenn.
3. Eldiskvíar á Dýrafirði. 2007-09-0031.
Erindi frá Þórði J. Sigurðssyni, Fjarðargötu 35, Þingeyri, dagsett 19. september s.l., þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja sjóeldiskvíar á Dýrafirði á eftirtöldum stöðum: Innantil við Höfðaodda á 12 fm dýpi 65°52´052N 023°25´806 W ? Fram af Bræðratungu á 12 fm dýpi 65°51´676N 023°25´433W ? Fram af Meðaldal á 15 fm dýpi 65°53´087N 023°34´926 W og Innan við Sveinseyrarodda á 12 fm dýpi 65°53´456N 023°37´654W. Með bréfinu er ljósrit af sjókorti þar sem viðkomandi staðir eru merktir inn.
Hafnarstjórn bendir á að umsóknir um staðsetningu eldiskvía utan skilgreinds hafnasvæðis er ekki úthlutað af hafnarstjórn heldur ber að sækja um leyfi hjá Heilbrygðiseftirliti Vestfjarða. Hafnarmörk á Þingeyri liggja innan við línu frá Gemlufalli í Þingeyrarodda. Þær kvíar sem sótt er um og eru innan hafnarsvæðis gefur hafnarstjórn leyfi fyrir, það er kvíum fram af Bræðratungu og við Höfðaodda.
4. Seatrade Miami 2008.
Erindi frá hafnarstjóra vegna ráðstefnunnar Seatrade convention í Miami, Florida, dagana 10.-13. mars 2008.
Hafnarstjórn ákveður að taka þátt í ráðstefnunni. Kom fram að nú þegar hafa 23 skip boðað komu sína til Ísafjarðar árið 2008 og er enn verið að bóka. 25 skip komu í ár og gekk móttaka þeirra mjög vel.
Hafnarstjórn leggur til að gert verði ráð fyrir því í fjáhagsáætlun að gera nýjan upplýsingabækling Ísafjarðarhafna.
5. Þjónusta við Austur Grænland.
Hafnarstjórn óskar eftir því að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar kanni hvar sú hugmynd sem liggur fyrir um samstarf ríkis og bæjar varðandi að Ísafjarðarbær verði skilgreindur sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland er statt í kerfinu.
Hafnarstjórn mælist til þess að þeirri vinnu verði hraðað þar sem fyrirsjánlegt er að tekjur hafnarinnar muni dragast saman sökum aflasamdráttar.
6. Vinnuferli við fjárhagsáætlun 2008.
Lögð fram samþykkt bæjarráðs á vinnuferli fjárhagsáætlunar. Hafnarstjórn mun halda fundi með hagsmunaðilum í öllum byggðakjörnum samhliða vinnu við fjárhagsátlun. Fundir verða sem hér segir: Fimmtudaginn 25 október n.k. kl. 09:00 á Suðureyri í Verkalýðshúsinu, kl: 12:00 í Félagsbæ á Flateyri og kl 16:00 á skifstofu Ísafjarðaræjar á Þingeyri.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 18:30.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Friðbjörn Óskarsson.
Kristján Andri Guðjónsson.
Lilja Rafney Magnusdóttir.
Guðmundur M Kristjánsson, hafnarstjóri.