Hafnarstjórn - 124. fundur - 13. apríl 2007

Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Gísli Jón Kristjánsson, Kristján Andri Guðjónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir og Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.


Níels Björnsson aðalfulltrúi var fjarverandi, en Friðbjörn Óskarsson mætti í hans stað.


Þetta var gert



1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.   2006-03-0038


Erindi frá Jóhanni B. Helgasyni, sviðsstjóra umhverfissviðs, þar sem tæknideild Ísafjarðarbæjar óskar umsagnar hafnarstjórnar á framlögðum drögum að deiluskipulagi vegna breytinga á aðalskipulagi.


Hafnarstjórn mælir með að lóðinni næst Ísnum verði skipt upp með línu austur - vestur  til helminga og að farið verði í makaskipti við Eimskip ehf., um nyrðri hluta lóðarinnar. Rök hafnarstjórnar fyrir þessarri tillögu er að bráð vöntun er á bílastæðum fyrir hafnsækna ferðaþjónustu eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir.



2. Tilboð í dýpkun smábátahafnar á Suðureyri.


Fyrir fundinum liggja tilboð verktaka vegna dýpkunar smábátahafnar á Suðureyri. Tilboðin skiptast þannig: KNH ehf., kr. 2.945.000.-, Tígur ehf.,  kr. 3.105.000.- og Græðir s.f.,           kr. 3.253.000.-.  Kostnaðaráætlun verkhönnuða var kr. 4.200.000.-.


Hafnarstjórn samþykkir lægsta tilboð í verkið frá KNH ehf.



3. Uppsetning Sumarhúsa á Suðureyri.


Erindi frá Elíasi Guðmundssyni á Suðureyri f.h. Hvíldarkletts ehf., vegna uppsetningar sumarhúsa. Sótt er um tímabundið stöðuleyfi fyrir 12 sumarhús, sem sett verða saman á Ísafirði og flutt uppsett vestur á firði.


Hafnarstjórn samþykkir framkomið erindi, en setur sem skilyrði að snyrtilega verði gengið um svæðið.



4. Lendingarbætur í Grunnavík.  2007-02-0003.


Erindi frá Jóni Friðrik Jóhannssyni vegna fyrirhugaðra lendingarbóta í Grunnavík. Í erindinu kemur fram að Jón Friðrik hyggst fara í umtalsvert umhverfisátak samfara því að koma upp betri lendingaraðstöðu.


Þar sem komið hefur fram að bryggjan í Grunnavík er ekki í eigu hafnarsjóðs Ísafjarðarbæjar heldur í eigu Ísafjarðarbæjar skv. bréfi um uppkaup kirkjujarðarinnar frá árinu 1953, heyrir málið ekki undir hafnarstjórn og tekur hafnarstjórn því ekki afstöðu til málsins.



5. Styrkir til lendingabóta.  2007-03-0080.


Erindi frá Siglingastofnun vegna lendingabótastyrkja til Sveins D.K. Lyngmó, fh. landeigenda á Höfðaströnd að upphæð kr. 500 þús. og Gísla Hermannssonar fh. Látrafélagsins í Aðalvík að upphæð kr. 800 þús.


Lagt fram til kynningar.



6. North Atlantic Fish Fair í Færeyjum.


Erindi frá hafnarstjóra er varðar sjávarútvegssýninguna North Atlandic Fish Fair í Þórshöfn í Færeyjum dagana 2. -5. maí n.k.


Hafnarstjórn ákveður að hafnarstjóri sækju ráðstefnuna.



7. Önnur mál.


Húsnæðismál í samstarfi við Eignasjóð Ísafjarðarbæjar.


Hafnarstjóri útskýrði viðræður við verkefnastjóra Eignarsjóðs vegna húsnæðis á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóra er falið að afla frekari gagna varðandi hugmyndina áður en lengra er haldið.


Gísli Jón Kristjánsson minnti á að huga þarf að öryggismálum á hafnarsvæðinu almennt.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.


Guðni Geir Jóhannesson, formaður.


Friðbjörn Óskarsson.       


Gísli Jón Kristjánsson.


Lilja Rafney Magnúsdóttir.      


Kristján Andri Guðjónsson.


Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.





 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?