Hafnarstjórn - 117. fundur - 26. júlí 2006
Mætt eru Guðni Geir Jóhannesson, formaður, Níels Björnsson, Gísli Jón Kristjánsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson og
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, sem ritar fundargerð.
Þetta var gert.
1. Mánaðarskýrsla fjármálastjóra.
Lögð fram skýrsla frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, varðandi rekstur og fjárfestingar fyrir tímabilið janúar - maí 2006.
Lagt fram til kynningar.
2. Umsókn um lóð á Sundahafnasvæði. 2006-06-0077.
Erindi frá umhverfisnefnd vegna lóðarumsóknar Sigurlaugs Baldurssonar fh. Lauga ehf., Ísafirði, dagsettrar 12. júlí 2006, um lóð á Sundahafnasvæði á Ísafirði, þar sem umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu fyrr en fyrir liggur aðal- og deiliskipulag svæðisins. Einnig óskar hafnarstjórn upplýsinga um hvaða starfsemi mun fara fram á lóðinni.
Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að vinnu við aðal- og deiliskipulag verði hraðað.
3. Umsókn um lóðir við Ásgeirsgötu á Ísafirði. 2006-07-0028.
Erindi frá umhverfisnefnd vegna lóðaumsóknar Sigurborgar Þorkelsdóttur, Ísafirði, dagsettrar 12. júlí 2006, um lóðir við Ásgeirsgötu á Ísafirði, þar sem umhverfisnefnd óskar umsagnar hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn bendir á að þær lóðir sem sótt er um, eru í vinnu við nýtt deiliskipulag ætlaðar undir hafnsækna starfsemi, sem hefði samtvinnaða aðstöðu á hafnarkantinum, svo sem vöruskemmu eða frystigeymslu.
Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu varðandi umsóknirnar fyrr en fyrir liggur hvaða starfsemi umsækjandi hyggst reka á viðkomandi lóðum.
Hafnarstjórn beinir þeim tilmælum til bæjarstjórnar að vinnu við aðal- og deiliskipulag verði hraðað.
4. Erindi frá hafnarstjóra varðandi fjárþörf vegna framkvæmda við Ásgeirsbakka.
Fyrir fundinum liggur bréf hafnarstjóra til forstjóra Siglingastofnunnar varðandi kostnaðarliði vegna framkvæmdanna við Ásgeirsbakka á Ísafirði.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að rita bæjarráði bréf varðandi þetta mál og vísa til endurskoðunnar fjárhagsáætlunnar.
5. Dýpkunarpramminn Graddi.
Hafnarstjórn vísar þeim tilmælum til eigenda dýpkunarprammans ,,Gradda?, að hann verði fjarlægður innan þriggja vikna frá dagsetningu tilkynningar þar um. Að öðrum kosti verður hann fjarlægður á kostnað eiganda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.
Guðni Geir Jóhannesson, formaður.
Níels Björnsson.
Gísli Jón Kristjánsson.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Kristján Andri Guðjónsson.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri.