Hafnarstjórn - 112. fundur - 21. febrúar 2006

Mætt eru Ragnheiður Hákonardóttir, formaður, Jóhann Bjarnason, Sigurður Þórisson, Sigurður Hafberg og Jóna Símonía Bjarnadóttir, skjalavörður, sem ritar fundargerð í fjarveru hafnarstjóra.


Fjarverandi er Kristján Andri Guðjónsson og varamaður var vant við látinn.


Þetta var gert.



1. Cruise Iceland.


Lögð fram skráning á skemmtiferðaskipum sumarið 2006.  Skipakomur verða 22     alls 17 skip, samtals 505.028 brúttótonn og fjöldi farþega 14.626.


Formaður skýrði frá fundi og skýrslu Cruise Iceland um skemmtiferðaskip, áhrifin af komu þeirra og framtíðarsýn.


Hafnarstjórn leggur til að haldinn verði fundur í mars næstkomandi til að fara yfir stöðu mála varðandi mótttöku skipanna.



2. Fast pláss fyrir varðskip á Ísafirði og Þingeyri.


Á fundi bæjarstjórnar þann 16. febrúar 2006 var hafnarstjórn falið að kanna möguleika á að bjóða Landhelgisgæslunni fast pláss fyrir varðskip á Ísafirði og Þingeyri, sem og að endurskoða gjaldskrá hafnarinnar með tilliti til hugsanlegrar aukinnar viðveru skipa Landhelgisgæslunnar í höfnum Ísafjarðarbæjar.


Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að  framgöngu málsins.


Sigurður Hafberg bókar eftirfarandi undir þessum lið: ?Legg til að Landhelgisgæslunni verði boðin aðstaða fyrir skip sín við Holtsbryggju í Önundarfirði ef Ísafjarðarhöfn eða Þingeyrarhöfn þykja ekki henta fyrir þessa starfsemi"



3. Fjárhagur og gjaldskrár hafna árið 2004. (2005-12-0006)


Skýrsla Sambands íslenskra sveitarfélaga frá nóvember 2005 um fjárhag og gjaldskrár hafna fyrir árið 2004 lögð fram til kynningar



4. Önnur mál.


Lögð fram til kynningar gögn yfir landaðan afla hjá höfnum Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og fundi slitið kl.  18.20.


Ragnheiður Hákonardóttir, formaður.


Sigurður Hafberg.           


Sigurður Þórisson.


Jóhann Bjarnason.             


Jóna Símonía Bjarnadórri, ritari.             







Er hægt að bæta efnið á síðunni?