Fræðslunefnd - 378. fundur - 30. mars 2017

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar

 

   

2.  

Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum - 2017030019

 

Lagður fram tölvupóstur Margrétar Harðardóttur, f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytis, dagsettur 7. mars sl., um fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. Í tilkynningunni er lögð áhersla á að sveitarstjórnir sjái til þess að allir nemendur fái þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber.

Bæjarráð lagði erindið fram til kynningar á 967. fundi sínum, 13. mars sl., og vísaði til fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir þær upplýsingarnar sem komu fram á fundinum og telur að þær séu fullnægjandi.

 

   

3.  

BETT2017 - 2017030073

 

Lögð fram til kynningar skýrsla sviðsstjóra skóla-og tómstundasviðs og skólastjórnenda í grunnskólum Ísafjarðarbæjar, vegna ferðar á Bett ráðstefnuna sem haldin var í lok janúar í London.

 

Fræðslunefnd þakkar fína kynningu.

 

   

4.  

Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

 

Lagt fram minnisblað Gísla H.Halldórssonar bæjarstjóra, um gjaldskrá 2018.

 

Nefndin gerir ekki athugasemdir við uppbyggingu gjaldskrá að svo komnu máli, en vísar minnispunktum áfram til vinnu við endurskoðun skólastefnu.

 

   

5.  

Læsisstefna ísafjarðarbæjar - 2016080050

 

Lagt fram lokaskjal að lestrastefnu Ísafjarðarbæjar. Vinna við hana hófst haustið 2014 og unnið hefur verið í samvinnu við kennara, stjórnendur leik- og grunnskóla Ísafjarðarbæjar,.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir fína lestrarstefnu.

 

   

6.  

Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

 

Lögð fram drög að skipulagi á endurskoðun skólastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Drög að vinnu samþykkt og að vinnu verði haldið áfram.

 

   

7.  

Skólanámskrár leikskólanna - 2014120059

 

Lögð fram endurskoðuð skólanámskrá frá Heilsuleikskólanum Laufási á Þingeyri. Á grunni aðalnámskrár og námskrá leikskóla Ísafjarðarbæjar mótar hver leikskóli sína skólanámskrá. Skólanámskrá fjallar um þau gildi sem starf leikskólans byggist á og þá hugmyndafræði sem tekið er mið af. Námskráin var samþykkt af foreldrarráði leikskólans 9. febrúar 2017.

 

Lagt fram til kynningar og fræðslunefnd þakkar fyrir.

 

   

 

 

Bragi Rúnar Axelsson yfirgaf fund kl. 8:45

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:15

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Guðrún Birgisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?