Fræðslunefnd - 376. fundur - 19. janúar 2017

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar

 

Gerð var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

 

   

2.  

PISA niðurstöður - 2017010049

 

Lagðar fram niðurstöður úr PISA könnun.

 

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni yfir þróun og niðurstöðum Pisa könnunar og óskar öllum sem komu að málum til hamingju. Þessa góðu niðurstöðu verður litið á sem hvatningu til frekari dáða, en ekki vísbendingu um að öllum markmiðum sé nú náð.

 

   

3.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Lagt fram til umsagnar erindisbréf, vegna samráðshóps um leik- og grunnskólastarf á Flateyri.

 

Fræðslunefnd hefur farið yfir erindisbréf samráðshópsins og gerir ekki aðrar athugasemdir en þær að tímaramminn sé of rúmur og telur að vinnu starfshópsins ætti að vera lokið 1. júní 2017, svo vinnan megi nýtast sem best í stefnumótunarvinnu sem fræðslunefnd er að fara í.

 

 

Gestir

 

Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari - 08:40

 

   

4.  

Skóladagatal 2016-2017 - 2016030044

 

Lagt fram bréf frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarbæjar á Suðureyri, þar sem óskað er eftir breytingu á skóladagatali.

 

Fræðslunefnd samþykkir þessa breytingu.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Guðrún Birgisdóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?