Fræðslunefnd - 374. fundur - 17. nóvember 2016

Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Gert var grein fyrir þeim verkefnum sem liggja fyrir og stöðu þeirra.

 

   

2.  

Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar - 2016100048

 

Lagt fram vinnuplagg með drögum að skipulagi vegna vinnu við endurskoðun skóla-/menntastefnu Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.  

Skólamál á Flateyri - 2016110039

 

Lagt fram vinnuplagg frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, um málefni leik- og grunnskólans á Flateyri.

 

Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar hefur rýnt minnisblað sviðsstjóra og bæjarstjóra og tekur undir það sem þar kemur fram og styður heilshugar ákvörðun bæjarstjórnar um eflingu skólastarfs á Flateyri með sameiningu starfsins undir eitt þak.

 

 

Gestir

 

Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. -

 

   

4.  

Framtíðarsýn í dagvistarmálum Ísafjarðarbæjar. - 2013010070

 

Staða dagvistarmála.

 

Farið var yfir hver staðan er á nýrri leikskóladeild sem staðsett verður í kjallara TÍ og næstu skref.

 

   

Önnur mál

Fræðslunefnd óskar Grunnskólanum á Ísafirði til hamingju með þátttöku og þá viðurkenningu sem skólinn hlaut í nýafstaðinni Legokeppni.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:10

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Margrét Halldórsdóttir

 

Guðrún Birgisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?