Fræðslunefnd - 363. fundur - 7. janúar 2016

Þá sátu fundinn, undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjóra og Árný Herbertsdóttir sem fulltrúi kennara. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjórnenda.

 

Dagskrá:

1.  

Ferð læsisráðgjafa til Ísafjarðarbæjar - 2015120021

 

Lögð fram skýrsla frá læsisráðgjöfum.

 

Fræðslunefnd þakkar ráðgjöfunum kærlega fyrir komuna og þessa skýrslu sem er mjög áhugaverð.

 

   

2.  

Bréf foreldra barna í 4. bekk GÍ-2015 - 2015120057

 

Bréf frá foreldrum barna í 4. bekk GÍ. um niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum og hvernig bregðast eigi við þeim.

 

Fræðslunefnd þakkar bréfið og mun fylgjast með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til.

 

   

3.  

Niðurstöður Skólavogarinnar 2014-2016 - 2014080033

 

Lagt fram minnisblað

 

Starfsmönnum falið að koma með nánari greiningu á niðurstöðum.

 

   

4.  

Kirkjuheimsóknir - 2015120056

 

Bréf frá Siðmennt um kirkjuheimsóknir.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir góða ábendingu.

 

   

5.  

Stillum saman strengi - 2014110015

 

Skýrsla um stöðu mála í skólum Ísafjarðarbæjar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

6.  

Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024

 

Umsókn um greiðslur fyrir stöðu sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hækka stöðu sérkennslustjóra úr 40% í 65%, í framhaldi mun skóla- og sérkennslufulltrúi meta þörf fyrir enn hærra stöðugildi. Búið er að afgreiða 100% stöðu stuðningsfulltrúa, en beðið verður með afgreiðslu 60% stuðningsfulltrúa á meðan greining fer fram.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Jónas Þór Birgisson

Martha Kristín Pálmadóttir

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

Elísabet Samúelsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Margrét Halldórsdóttir

 

Guðrún Birgisdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?