Fræðslunefnd - 363. fundur - 7. janúar 2016
Þá sátu fundinn, undir grunnskólamálum, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir fulltrúi skólastjóra og Árný Herbertsdóttir sem fulltrúi kennara. Undir málefnum leikskóla sátu fundinn Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi skólastjórnenda.
Dagskrá:
1. |
Ferð læsisráðgjafa til Ísafjarðarbæjar - 2015120021 |
|
Lögð fram skýrsla frá læsisráðgjöfum. |
||
Fræðslunefnd þakkar ráðgjöfunum kærlega fyrir komuna og þessa skýrslu sem er mjög áhugaverð. |
||
|
||
2. |
Bréf foreldra barna í 4. bekk GÍ-2015 - 2015120057 |
|
Bréf frá foreldrum barna í 4. bekk GÍ. um niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum og hvernig bregðast eigi við þeim. |
||
Fræðslunefnd þakkar bréfið og mun fylgjast með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til. |
||
|
||
3. |
Niðurstöður Skólavogarinnar 2014-2016 - 2014080033 |
|
Lagt fram minnisblað |
||
Starfsmönnum falið að koma með nánari greiningu á niðurstöðum. |
||
|
||
4. |
Kirkjuheimsóknir - 2015120056 |
|
Bréf frá Siðmennt um kirkjuheimsóknir. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir góða ábendingu. |
||
|
||
5. |
Stillum saman strengi - 2014110015 |
|
Skýrsla um stöðu mála í skólum Ísafjarðarbæjar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024 |
|
Umsókn um greiðslur fyrir stöðu sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að hækka stöðu sérkennslustjóra úr 40% í 65%, í framhaldi mun skóla- og sérkennslufulltrúi meta þörf fyrir enn hærra stöðugildi. Búið er að afgreiða 100% stöðu stuðningsfulltrúa, en beðið verður með afgreiðslu 60% stuðningsfulltrúa á meðan greining fer fram. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Jónas Þór Birgisson |
Martha Kristín Pálmadóttir |
|
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
Elísabet Samúelsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Margrét Halldórsdóttir |
|
Guðrún Birgisdóttir |