Fræðslunefnd - 359. fundur - 1. október 2015

 Dagskrá:

1.  

Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

 

Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

2.  

Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015

 

Lagt fram fréttabréf frá Grunnskóla Önundarfjarðar.

 

Fræðslunefnd þakkar fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf.

 

   

4.  

Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024

 

Lagt fram bréf, dagsett 31. ágúst 2015, frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starfshlutfall, einnig lagt fram minnisblað, dagsett 29. september 2015, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs, varðandi málið.
Málið var áður á dagskrá á 358. fundi fræðslunefndar.

 

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að beiðni um stuðning á Eyrarskjóli verði samþykkt í samræmi við eldri framkvæmd í svipuðum málum, enda sé stuðningur sá sami í öllum leikskólum sveitarfélagsins. Nefndin felur starfsmönnum að leggja fyrir næsta fund drög að endurskoðuðum vinnureglum um úthlutun á stuðningi við börn með sérþarfir í leikskólum sveitarfélagsins.

 

   

5.  

Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2015090088

 

Lagt fram minnisblað, dagsett 29. september 2015, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, vegna sumarlokunar Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015 og tillaga að sumarlokun 2016.

 

Fræðslunefnd felur foreldraráði Eyrarskjóls og Sólborgar að kanna hug foreldra gagnvart framkvæmd sumarlokunar 2015 og væntingar gagnvart sumarlokun 2016.

 

   

3.  

Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078

 

Lögð fram þingsályktunartillaga um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar og þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. október 2015.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.

 

 

Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir

 

Bragi Rúnar Axelsson

Jónas Þór Birgisson

 

Martha Kristín Pálmadóttir

Auður Helga Ólafsdóttir

 

Elísabet Samúelsdóttir

Sigurlína Jónasdóttir

 

Margrét Halldórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?