Fræðslunefnd - 359. fundur - 1. október 2015
Dagskrá:
1. |
Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064 |
|
Lagður fram verkefnalisti fræðslunefndar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
2. |
Fréttabréf grunnskóla 2015-2016 - 2015090015 |
|
Lagt fram fréttabréf frá Grunnskóla Önundarfjarðar. |
||
Fræðslunefnd þakkar fyrir fróðlegt og skemmtilegt fréttabréf. |
||
|
||
4. |
Ósk um aukningu á stöðugildum Eyrarskjól - 2015090024 |
|
Lagt fram bréf, dagsett 31. ágúst 2015, frá Guðríði Guðmundsdóttur, leikskólastjóra Eyrarskjóls, þar sem hún óskar eftir að fá að ráða starfsmann í 100% starfshlutfall, einnig lagt fram minnisblað, dagsett 29. september 2015, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs, varðandi málið. |
||
Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að beiðni um stuðning á Eyrarskjóli verði samþykkt í samræmi við eldri framkvæmd í svipuðum málum, enda sé stuðningur sá sami í öllum leikskólum sveitarfélagsins. Nefndin felur starfsmönnum að leggja fyrir næsta fund drög að endurskoðuðum vinnureglum um úthlutun á stuðningi við börn með sérþarfir í leikskólum sveitarfélagsins. |
||
|
||
5. |
Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar 2015 - 2015090088 |
|
Lagt fram minnisblað, dagsett 29. september 2015, frá Margréti Halldórsdóttur, sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar, vegna sumarlokunar Eyrarskjóls og Sólborgar sumarið 2015 og tillaga að sumarlokun 2016. |
||
Fræðslunefnd felur foreldraráði Eyrarskjóls og Sólborgar að kanna hug foreldra gagnvart framkvæmd sumarlokunar 2015 og væntingar gagnvart sumarlokun 2016. |
||
|
||
3. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lögð fram þingsályktunartillaga um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til umsagnar og þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 19. október 2015. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir |
|
Bragi Rúnar Axelsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Martha Kristín Pálmadóttir |
Auður Helga Ólafsdóttir |
|
Elísabet Samúelsdóttir |
Sigurlína Jónasdóttir |
|
Margrét Halldórsdóttir |